Vítaskot

Vítaskot
Frábær hressingardrykkur fullur af vítaminum og steinefnum
Ingredients
 1. 3-4 dl kókosvatn
 2. 1 sítróna kreist
 3. 1 msk hunang
 4. 2-3 cm ferskur engifer
 5. 3-4 cm ferskt túrmerik
 6. 1/8 tsk himalaya salt ( eða bara flögusalt )
 7. 1/8 tsk nýmalaður svartur pipar
 8. 3-4 klakar
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Instructions
 1. Blanda þar til engir engifer og túrmerik kögglar eftir.
Túrmerik
 1. Töfrajurtin sem gefur karrýinu lit og talið mjög öflugt náttúrulyf, og áhrifin stóraukast með hjálp svarts pipars. Túrmeric eykur blóðflæði, dregur úr bólgum, virkar gegn liðagigt og dregur úr magavandamálum
Engifer
 1. Stútfullur af andoxunarefni, eykur blóðflæði, minnkar ógleði, minnkar bólgur
Kókosvatn
 1. Náttúrulegur heilsudrykkur fullur af kalíum og natríum
Sítróna
 1. Fullt af C vítamíni, andoxunarefni, hjálpar lifrinni að framleiða ensím
Print
Uppskriftir http://huxa.net/uppskriftir/

Smjör

Heimagert Smjör
Það er mjög einfalt að gera smjör ef maður á rjóma.
Ingredients
 1. Rjómi 5 dl
 2. Salt 1/8-1/4 tsk
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Instructions
 1. Þeyta rjóma í hrærivél þar til búið að skilja sig í smjör köggla og "búttermjólk".
 2. Sigta burt mjólk og kreysta mjólkurleyfarnar með berum höndum ( eða í hönskum ).
 3. Blanda salti út í.
Print
Uppskriftir http://huxa.net/uppskriftir/

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar ( hnútar )
Guðdómlegir kanilsnúðar. Upphaflega gerðir með súrdeigi en líka hægt að gera með geri.
Deig
 1. 700 gr hveiti
 2. 100 gr hrásykur ( eða bara sykur )
 3. 10 gr salt
 4. 3.5 dl nýmjólk
 5. 1 egg
 6. 40-80 gr súrdeig ( eða bara 30 gr fersk ger / 3 tsk þurrger )
 7. 100 gr ósaltað smjör ( kallt )
Fylling
 1. 250 gr smjör ( stofuheitt )
 2. 100 gr sykur ( gott að nota hrásykur )
 3. 20-25 gr kanill
Sykurhúð
 1. 1 dl vatn
 2. 110 g hrásykur
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Deig 1
 1. Hræra saman þurrefnum í hrærivélaskál.
 2. Velgja mjólk í ca 38°C og setja egg og súrdeig/ger út og blanda vel.
 3. Hella vökvanum saman við þurrefni og blanda með deigkrók í nokkrar mínútur
 4. Láta hvíla í 30 mínútur
 5. Taka smjör og banka það niður með kökukefli þar til örþunnt og leggja svo ofan á deig og hræra saman við. Gæti þurrft að strá örlitlu hveiti við til að deigið losni frá.
 6. Láta hefast þar til tvöfaldast, ca 1 klst með geri, ca 8-10 tímar með súrdeigi.
Fylling
 1. Hræra saman smjöri sykri og kanil í skál þannig að hægt sé að smyrja því létt á deigið
Snúðagerð
 1. Fletja deigið út ca 1 cm þykkt, kannski að stærð eins og ein stór bökunarplata.
 2. Smyrja fyllingunni á 2/3 hluta deigsins
 3. Brjóta hlutann sem ekki fékk neina fyllingu yfir miðju hlutann og svo síðasta þriðjunginn yfir miðjuna.
 4. Fletja létt út renningin og skipta niður í mjóa renninga í ca 3-4 cm á breidd ( ca 18 stk )
 5. Teygja hvern renning og snúa upp á meðan vafinn utan um tvo fingur þar til endinn sem eftir er getur teygst yfir snúðinn og endað undir honum. ( sjá video að neðan )
 6. Leggja á bökunarplötu og spreyja létt með vatni.
 7. Láta hefast þar til snúðarnir hafa tvöfaldast ( ca 40 - 60 mín ).
 8. Baka við 200°C í ca 12 mínútur eða þar til ljósbrúnir
 9. Pennsla með sykurlegi þegar teknir út úr ofninum
Print
Uppskriftir http://huxa.net/uppskriftir/
Hér er myndband frá hinum franska Sébastien Boudet

Hamborgarabraud Brioche

Hamborgarabrauð Brioche
Deig
 1. Ger 25 gr
 2. Smjör 100 gr
 3. Mjólk 3 dl
 4. Egg 1 stk
 5. Salt 1/2 tsk
 6. Sykur 1 msk
 7. Hveiti 420 gr
Penslun
 1. Egg 1 stk
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Instructions
 1. Bræða smjör í potti
 2. Bæta eggi og mjólk út í og hita upp í 37 °C
 3. Mylja ger út í og leysa upp í vökvanum
 4. Bæta við sykri og salti
 5. Hella yfir í hrærivélaskál ( eða bara skál ) og bæta hveitinu við smátt og smátt.
 6. Hræra / hnoða í nokkrar mínútur bæta við hveiti eftir þörfum, deigið á að vera klístrað og ekki of þurft, en ekki of blautt heldur.
 7. Láta hefast í 1 klst undir klút.
 8. Skipta í 12 hluta ca 75-80 grömm hvern.
 9. Mynda kúlur með þvi að rúlla á borði með kúptum lófa.
 10. Setja bökunarplötu með pappír og ýta ofan á kúlur til að fletja aðeins út.
 11. Láta hefast í 1 klst.
 12. Pensla með eggi
 13. Baka við 220 °C í 12 mínútur
Print
Uppskriftir http://huxa.net/uppskriftir/

Chili Sin Carne

Chili Sin Carne
Serves 5
Grænmetispottréttur
Ingredients
 1. 1 laukur
 2. 2-3 hvítlauksrif
 3. 1 rauð papríka
 4. 1 tsk Kórianderfræ (mulin)
 5. 1 tsk cumin ( spiskummin )
 6. 1 tsk kanill
 7. 1 tsk paprikuduft
 8. 1 tsk sykur
 9. salt
 10. pipar
 11. chilli
 12. 2 dósir tómatar
 13. 1 dós kjúklingabaunir
 14. 1 dós svartar baunir
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Instructions
 1. Saxa lauk, hvítlauk og papríku og steikja í olíu þar til orðið mjúkt.
 2. Bæta kryddi út í ásamt niðursoðnum tómötum. Salt pipar og chilli eftir smekk.
 3. Sjóða í 15-20 mínútur
 4. Bæta baunum út í og sjóða þar til heitar.
Notes
 1. Gott að hafa sýrðan rjóma með og guacamole. Einnig gott að bera fram quesadillas með réttinum.
Print
Uppskriftir http://huxa.net/uppskriftir/

Súrdeigsbrauð 2 x 8

Uppskrift að súrdeigsbrauði .
Uppruni http://paindemartin.se/2014/04/det-basta-pa-lange/#more-2092

Kalla þetta 2 x 8 af því að brauðið er látið gerjast tvisvar í ca 8 tíma. Fyrst súrdeigið og svo brauðdeigið.
Hér er uppskrift að súrdeigsgrunni http://wp.me/p5CvtM-1Z.
Uppskriftin gerir ráð að bakað sé í emaljeraðum potti. En ef ekki er til slíkur pottur er hægt að baka bara beint á steini eða ofn plötu, jafnvel eldföstu móti. En þá gæti þurft að lækka hitann fyrr heldur þegar pottur notaður.

Heildarvinna við brauðið er samanlagt aðeins 10 mínútur.
Sjá myndbandið hér : 

Súrdeigsbrauð 2 x 8
Prep Time
10 min
Cook Time
16 hr
Total Time
16 hr
Prep Time
10 min
Cook Time
16 hr
Total Time
16 hr
Súrdeg
 1. 25 g (ca 2 msk) rúgsúrdeigsgrunnur
 2. 100 g (1 dl) vatn
 3. 55 g (1 dl) rúgmjöl
Deig
 1. 155 g rúgsúrdeg (allt nema smá biti sem maður geymir)
 2. 500 g (5 dl) vatn
 3. 750 g brauðhveiti (eða blanda af ólíkum mjöl tegundum)
 4. 15–20 g (ca 1 msk) salt
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Súrdeig
 1. Blanda súrdeigið, loka skál og láta standa í stofuhita þar til deigið er farið að bubbla, 6-10 tíma.
 2. Taka frá 2 msk af súrdeiginu og geyma í kæli í lokuðu íláti fyrir næsta brauð.
Deig
 1. Blanda öllu saman í skál sem tekur minnst 4 ltr. Setja lok eða plastfilmu og láta standa í 6-8 tíma.
 2. Hella deiginu á hveitistráðan klút. Brjóta hliðarnar inn að miðju og rúlla saman þannig að samskeytin snúi niður. Skiptir ekki öllu máli hvernig þetta er gert eða hvernig það lítur út. Brjóta klútinn yfir deigið frá öllum hliðum. Láta lyfta sér í 0.5 - 1 klst í stofuhita.
 3. Stilla ofnin á 250 C ° a.m.k 30 mínútum fyrir bökun.
 4. Velta deiginu úr dúknum yfir í pott. Athuga ef ekki var stráð nægu hveiti á dúkinn mun brauðið klístrast fast og þá bara nota deigsköfu til að skafa það úr dúknum. Setja lokið á og pottinn síðan inn í ofn á grind neðarlega í ofninn. Stilla klukkuna á 30 mínútur.
 5. Lækka hitann i 200 ° C,  taka lokið af pottinum og baka í aðrar 30 mínútur. ( Lika hægt að mæla kjarnhitann med kjötmæli og taka út þegar braudhitinn er 94-98  °C)
 6. Taka pottinn út og hvolfa brauðinu úr og láta kólna.
Print
Uppskriftir http://huxa.net/uppskriftir/

Scones

Hráefni:

 • 7 1/2 dl hveiti
 • 1/2 tsk salt
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 dl hrásykur
 • 125 gr kallt smjör
 • 1 egg
 • 2 dl mjólk
 • 100 gr dökkt súkkulaði ( 70% )
 • Egg og hrásykur til pensla og strá yfir

Vinnsla:

 1. Setja ofninn á 250°C
 2. Hræra saman þurrefnum í skál
 3. Skera smjör í teninga og mylja vel saman við þurrefnin
 4. Saxa súkkulaði gróft og blanda við þurrefnin.
 5. Hræra saman egg og mjólk
 6. Blanda saman þurrefnum og vökva og hræra í deig
 7. Fletja út í ca 3 cm þykka köku, skera svo í geira. T.d 12 stykki.
 8. 7. Setja á bökunarpappír og pennsla með eggi og strá yfir með hrásykri
 9. Baka þar til gullinbrúnir ca 10 mínútur.

Lítill Súrdeigsgrunnur

Áhrifaríkast er að nota lífrænt ræktað rúgmjöl, þá aukast líkurnar á að súrdeig komist í gang þar sem minni likur á ad það sé buid ad drepa nátturulega gerla mjölinu.

Dagur 1, Kvöld
1 msk Rúgmjöl
2 msk Vatn

Hræra saman mjöli og vatni í krukku, leggja lokið á , ekki skrúfa fast og setja á volgan stað, til dæmis fyrir ofan ískáp. Ef smellu krukka er fint ad taka gúmmí hringinn af og krækja lauslega. Krukkan á nú að standa í 2 sólarhringa fyrir næsta skref, en ágætt að hrista krukkuna aðeins morgna og kvölds.

Dagur 3, Kvöld
1 msk Rúgmjöl

Hræra mjölinu saman við og láta standa yfir nóttina.

Dagur 4, Morgun
2 msk Rúgmjöl
2 msk Vatn

Hræra mjöli og vatni saman við og láta standa yfir daginn.

Dagur 4, Kvöld
Þegar súrdeigið hefur lyft sér, orðið loftfyllt og lítilllega súr lyktandi þá er deigið tilbúið.

Mötun
Súrdeigið geymist léttilega í eina viku í ískáp. Ef maður hefur ekki notað mikið af deiginu þá er hægt að hella megninu og skilja eftir smá í botninum áður en maður matar á ný, annars þarf mun meiri mat.
Mata með 2 msk vatni og 2 msk rúgmjöli. Ef maður bakar mikið þá er bara að blanda meira í sömu hlutföllum.
Eftir mötun er ágætt að koma deiginu í gang áður en sett aftur í kæli. Standa i stofuhita i nokkra tima.

Það er reyndar frekar erfitt að eyðileggja súrdeigsgrunn og hann lifir talsvert lengur en viku. Ef það hefur staðið mjög lengi er hægt að halda eftir einni teskeið og hella restinni og mata svo stubbinn upp á nýtt
Einnig hægt að frysta eða þurrka súrdeigið en þá tekur nokkra daga að koma því af stað á ný.

 

Pizza

Pizza

Pizza

Hráefni:

2,5 dl Vatn ( ylvolgt )
25 gr Ger ( pressuger ) eða 2,5 tsk þurrger
7    dl Hveiti ( brauðhveiti með meira prótíni )
1 tsk Salt

Starter:
Leysa hveitið upp í um 25 ml af vatninu ásamt 4 msk hveitinu, láta hefast í ca 30 mínútur.

Deig:
Hella restinni af vatninu út í ásamt hveiti og salti, hnoða þangað til orðið silkimjúkt ( ca 10 mínútur ).
Líka fínt nota krók í hrærivél til að sjá um hnoðunina, ca 5-6 mínútur.
Skipta deiginu í 3 – 4 hluta og mynda kúlur með því að snúa í hringi á hveitibornu borði með báðum höndum.
Eða gera þetta að hætti Napoli búa: https://www.youtube.com/watch?v=ZxFf70__8ls

Setja kúlurnar í bakka eða disk og rakan klút yfir og láta hefast í a.m.k 45 mínutur.

Stilla ofnin á hæsta hita, og helst að setja bökunarstein eins ofarlega og hægt er, þó þannig að hægt sé að koma pízzunum inn á steininn.

Fletja svo út pízzubotna og setja á bökunarpappír.
Setja sósu, ost og álegg.
Renna svo bökunarpappírnum inn á steininn ( eða heita ofnplötu ), þá er gott að hafa einhvert áhald eins og pízzuspaða eða skurðarbretti.
Baka á hæsta hita í 6-7 mínútur eða þar til tilbúinn og áður en eitthvað fer að brenna.

 

Ostakaka “17 Júní”

Botn:

150 gr Hafrakex
150 gr Makkarónukökur
150 gr Smjör

Kex og makkarónukökur muldar, fínt að setja í poka og berja með kökukefli eða einfaldlega lemja pokanum í borðið. Hella mulningnum í mót t.d. eldfast mót.
Bræða smjörið og hella yfir. Þjappa botnin með skeið eða öðru verkfæri.
Stinga í kæli á meðan fyllingin er gerð:

Fylling:
300 gr Rjómaostur
150 gr Flórsykur
500 ml Rjómi

Þeyta rjómann, blanda svo flórsykri og rjómaosti saman við.
Smyrja fyllingunni svo yfir botninn.
Stinga í kæli eða frysti á meðan kremið er gert, þá er auðveldara að smyrja kreminu á.

Krem:
225 gr dökk súkkúlaði ( best 70% )
200 ml Sýrður rjómi ( hægt að nota gríska jógúrt, kannski skyr líka )

Bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgju og blanda saman við sýrða rjómann.
Smyrja á fyllinguna.

Toppa svo með frosnum berjum, til dæmis jarðaberjum og hindberjum.
Geyma í kæli. Oft best daginn eftir.

Njótið í botn.