Categories
Aðalréttur

Biga Pizza 24h

Pizzudeig Biga

Pizza með Biga fordeigi sem gefur aukið bragð og hefunarkraft
Course: Main Course
Cuisine: Italian
Keyword: Biga, Napoli, Pizza
Servings: 12 Deigkúlur

Ingredients

Biga Fordeig

  • 500 ml Vatn ískallt
  • 1000 gr Hveiti kallt prótínríkt brauðhveiti
  • 3 gr Þurrger

Biga Deig

  • 1 stk Biga fordeig
  • 1000 gr Hveiti prótínríkt brauðhveiti
  • 1000 gr Vatn ískallt
  • 3 gr Þurrger
  • 60 gr Sjávarsalt

Instructions

Biga Fordeig

  • Setja kallt hveiti í skál eða kassa með loki. Hægt að skella hveitinu í frysti í smástund áður.
  • Blanda þurrgeri vel saman við ískallt vatnið.
  • Hella vatninu yfir hveitið og loka ílátinu
  • Hrista saman efnin með því að færa ílátið fram og tilbaka á borðinu þar jafnir kekkir hafa myndast ( ca 60 sekúndur )
  • Setja lokaða ílátið í kæli í 24 tíma

Biga Deig

  • Setja fordeig í hærivél með deigkrók
  • Bæta hveiti og þurrgeri út í
  • Bæta 500 ml af vatninu út í
  • Blanda saltinu í afganginn af vatninu ( 500 ml) án þess að setja það í skálina strax
  • Byrja að hnoða deigið á lágum hraða, deigið er mjög þurrt á þessum tímapunkti.
  • Eftir nokkrar mínútur byrja að láta saltvattnið rigna í smáum skömmtum yfir deigið, t.d. 50 ml í senn og láta það blandast vel í nokkrar mínútur áður en næsti 50 ml skammtur er látinn rigna yfir deigið meðan það hnoðast. Gert þar til allt vatnið er komið í og deigið orðið silkimjúkt og frekar blautt. Þessi aðferð gefur sterka glúten strengi og flottar loftbólur í skorpunni. Ætti að taka 15-20 mínútur í heild.
  • Leggja deigið í olíuborna skál, plasta og láta standa í 30-60 mínútur í stofuhita.
  • Hvolfa deiginu á borðið og skipta upp í kúlur t.d. 280-300 gr per kúlu
  • Rúlla kúlurnar þannig að spenna myndist og leggja í hefunarkassa í 1-2 tíma í stofuhita
  • Baka pizzur

Notes

Þetta er frekar stór uppskrift, ætti að duga í 12 deigkúlur.
Það er of erfitt fyrir týpíska hrærivél að hnoða allt deigið, og mæli því með að skipta því upp. Afgangs kúlur er einfalt að frysta, pensla smá olíu á deigið og smeygja því í poka og inn í frysti. Taka svo út nokkrum tímum fyrir notkun.
Categories
Morgunmatur Sætabrauð

Amerískar Pönnukökur

Amerískar Pönnukökur

Prep Time10 minutes
Cook Time20 minutes

Ingredients

Þurrefni

  • 200 gr hveiti
  • 50 gr sykur
  • 1 msk lyftiduft
  • ½ tsk salt

Vökvi

  • 250 ml mjólk
  • 1 stk egg
  • 70 gr smjör brætt
  • 1 ml vanillu dropar

Instructions

Deig

  • Blanda þurrefnum saman í skál
  • Hræra saman mjólk og eggi þar til egg er uppleyst
  • Hella helmingnum af eggjamjólkinni saman við þurrefnin og hræra þar til engir kekkir.
  • Hræra afgang af eggjamjólk saman við smátt og smátt
  • Bæta við bræddu smjöri og vanillu dropum

Steiking

  • Hita pönnu á lágum hita
  • Ausa ca ½ till ¾ dl af deigi á miðja pönnu
  • Snúa þegar loftbólur hafa myndast yfir allt deigið og það aðeins byrja að stífna
  • Baka stutta stund á hinni hliðinni
Categories
Brauð Vegan

Kílósúr

Súrdeigsbakstur gerist varla einfaldari með þessari uppskrift. Vill maður njóta súrdeigsbrauðs á laugardagsmorgni. Hrærir í súrdeig þegar komið heim úr vinnunni síðdegis á föstudegi. Hrærir í deig um miðnætti eða fyrir svefninn. Vaknar að morgni og bakar brauðið.

Kílósúr

Einfaldur súrdeigshleifur
Prep Time10 minutes
Cook Time30 minutes
Total Time16 hours
Course: Breakfast
Keyword: Bread, Sourdough

Ingredients

Súrdeig

  • 2 msk súrdeigsgrunnur
  • 1 dl kalt vatn
  • 1 dl rúgmjöl

Deig

  • 1 stk súrdeig
  • 400 gr kalt vatn
  • 600 gr brauðhveiti
  • 1 msk sjávarsalt fínt eða flögur

Instructions

Súrdeig

  • blanda saman súrdeigsgrunni, vatni og rúgmjöl
  • geyma í lokaðri skál í stofuhita í 6-8 tíma

Deig

  • Hella vatni saman við súrdeig og hræra saman
  • Bæta við hveiti og salti
  • Blanda saman með skeið eða sleif
  • Geyma í lokaðri skál í stofuhita í 8-10 tíma

Bakstur

  • HIta ofn i 250°C undir og yfir hita
  • Skafa deig úr skál yfir á hveitistráð borð
  • Bleyta hendur og toga deig út í ferning ( ca 25 x 25 cm )
  • Brjóta inn að miðju frá öllum hliðum, bleyta ef mikið hveiti í brotinu. til að ekki myndist of stórir loftvasar við bakstur
  • Forma brauð og geyma á plötu á meðan ofnin hitnar
  • Snitta brauð þegar ofnin er heitur, hjálpar við þenslu
  • Setja vatn í eldfasta skál sem stungið er með ofninum, gufan hjálpar við myndun skorpu.
  • Baka 15 mínútur
  • Lækka hita í 200°C og hleypa út gufu
  • Baka í 15-20 mínútur. Hægt að mæla með kjötmæli 94-94°C

Video

Categories
Aðalréttur Vegan

Vegan tacofars

Vegan Tacofars

Calories: 454kcal

Ingredients

  • 2 dl Möndlur
  • 1 dl Cashewhnetur
  • 1 dl Sólblómafræ
  • 1-2 msk Tacokrydd
  • 2 msk Tómatpúrre
  • 2 msk Repjuolia
  • 2 dl Vatn

Instructions

  • Leggja hnetur og fræ í bleyti í um 1 klst
  • Blanda hnetur, fræ og tacokryddi í matvinnsluvél
  • Hita olíu á pönnu og bæta tómatpúrré og svo hnetublönduna.
  • Hræra og bæta við vatni
  • Elda á hægum hita í ca 5 mínútur

Notes

Uppskrift að tacokryddi: Taco kryddblanda
Categories
Aðalréttur Vegan

Taco kryddblanda

Taco kryddblanda

Ingredients

  • 2 tsk Salt
  • 2 tsk Chilliduft
  • 2 tsk Laukduft
  • 2 tsk Hvítlauksduft
  • 3 msk Papríkuduft
  • 1 msk Cumin
  • 2 msk Oreganó
  • ¼ tsk Cayennepipar

Instructions

  • Blanda öllu saman og geyma í krukku. Nota 1-2 msk í 500 gr af hakki.
Categories
Drykkir

Vítaskot

Vítaskot

Frábær hressingardrykkur fullur af vítaminum og steinefnum

Ingredients

  • 3-4 dl kókosvatn
  • 1 stk sítróna kreist
  • 1 msk hunang
  • 2-3 cm ferskur engifer
  • 3-4 cm ferskt túrmerik
  • 1/8 tsk himalaya salt eða bara flögusalt
  • 1/8 tsk nýmalaður svartur pipar
  • 3-4 stk klakar

Instructions

  • Blanda þar til engir engifer og túrmerik kögglar eftir.

Notes

Túrmerik
Töfrajurtin sem gefur karrýinu lit og talið mjög öflugt náttúrulyf, og áhrifin stóraukast með hjálp svarts pipars. Túrmeric eykur blóðflæði, dregur úr bólgum, virkar gegn liðagigt og dregur úr magavandamálum
Engifer
Stútfullur af andoxunarefni, eykur blóðflæði, minnkar ógleði, minnkar bólgur
Kókosvatn
Náttúrulegur heilsudrykkur fullur af kalíum og natríum
Sítróna
Fullt af C vítamíni, andoxunarefni, hjálpar lifrinni að framleiða ensím
Categories
Meðlæti

Smjör

Heimagert Smjör
Það er mjög einfalt að gera smjör ef maður á rjóma.
Ingredients
  1. Rjómi 5 dl
  2. Salt 1/8-1/4 tsk
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Instructions
  1. Þeyta rjóma í hrærivél þar til búið að skilja sig í smjör köggla og "búttermjólk".
  2. Sigta burt mjólk og kreysta mjólkurleyfarnar með berum höndum ( eða í hönskum ).
  3. Blanda salti út í.
Print
Alvöru Matur http://huxa.net/uppskriftir/

Categories
Kökur

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Guðdómlegir kanilsnúðar. Upphaflega gerðir með súrdeigi en líka hægt að gera með geri.
Course: Snack
Author: aron

Ingredients

Deig

  • 700 gr hveiti
  • 100 gr hrásykur ( eða bara sykur )
  • 10 gr sjávarsalt ( eða bara borðsalt)
  • 350 ml nýmjólk
  • 1 stk egg
  • 100 gr smjör kallt

Hefunarefni: súrdeig eða ferskt ger eða ger

  • 40-80 gr súrdeig
  • 30 gr ferskt ger
  • 3 tsk þurrt ger

Fylling

  • 250 gr smjör stofuheitt
  • 100 gr hrásykur (eða bara sykur)
  • 20 gr kanill

Sykurhúð

  • 100 ml vatn
  • 110 gr hrásykur ( eða bara sykur)

Instructions

Deig

  • Blanda þurrefnum í hrærivélaskál.
  • Velgja mjólk í ca 38°C og setja egg og súrdeig/ger út og blanda vel
  • Hella vökvanum saman við þurrefni og blanda með deigkrók í nokkrar mínútur
  • Láta hvíla í 30 mínútur
  • Banka smjör niður með kökukefli þar til örþunnt og leggja svo ofan á deig og hræra saman við, gott að hafa smjörið á milli bökunarpappírsarka í þessari aðgerð.
  • Láta hefast þar til tvöfaldast, ca 1 klst með geri, ca 8-10 tímar með súrdeigi.

Fylling

  • Hræra saman smjöri sykri og kanil í skál þannig að hægt sé að smyrja því létt á deigið. Nota gaffal, eða skeið eða hrærivél.

Sykurhúð

  • Sjóða upp vatn og sykur

Snúðagerð

  • Fletja deigið út ca 1 cm þykkt, kannski að stærð eins og ein stór bökunarplata.
  • Smyrja fyllingunni á 2/3 hluta deigsins
  • Brjóta hlutann sem ekki fékk neina fyllingu yfir miðju hlutann og svo síðasta þriðjunginn yfir miðjuna.
  • Fletja renningin aðeins út með kefli og skipta svo niður í mjóa renninga í ca 2-4 cm á breidd ( ca 18 stk ). Gott að skera með hníf á skurðarbretti eða með pizzahjóli. Mjórri renningar gefa minni snúða. Ef hafðir mjórri er gott að fletja meira út áður en skorið.
  • Teygja hvern renning og snúa upp á meðan vafinn utan um tvo fingur þar til endinn sem eftir er getur teygst yfir snúðinn og endað undir honum. ( sjá video að neðan )
  • Leggja á bökunarplötu og spreyja létt með vatni.
  • Láta hefast undir rökum klút eða í lokuðum ofni þar til snúðarnir hafa tvöfaldast ( ca 40 – 60 mín ).
  • Baka við 200°C í ca 12 mínútur eða þar til ljósbrúnir ( misjafnt eftir ofnum )
  • Pensla með sykurlegi þegar teknir út úr ofninum
Categories
Brauð

Hamborgarabraud Brioche

Hamborgarabrauð Brioche
Deig
  1. Ger 25 gr
  2. Smjör 100 gr
  3. Mjólk 3 dl
  4. Egg 1 stk
  5. Salt 1/2 tsk
  6. Sykur 1 msk
  7. Hveiti 420 gr
Penslun
  1. Egg 1 stk
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Instructions
  1. Bræða smjör í potti
  2. Bæta eggi og mjólk út í og hita upp í 37 °C
  3. Mylja ger út í og leysa upp í vökvanum
  4. Bæta við sykri og salti
  5. Hella yfir í hrærivélaskál ( eða bara skál ) og bæta hveitinu við smátt og smátt.
  6. Hræra / hnoða í nokkrar mínútur bæta við hveiti eftir þörfum, deigið á að vera klístrað og ekki of þurft, en ekki of blautt heldur.
  7. Láta hefast í 1 klst undir klút.
  8. Skipta í 12 hluta ca 75-80 grömm hvern.
  9. Mynda kúlur með þvi að rúlla á borði með kúptum lófa.
  10. Setja bökunarplötu með pappír og ýta ofan á kúlur til að fletja aðeins út.
  11. Láta hefast í 1 klst.
  12. Pensla með eggi
  13. Baka við 220 °C í 12 mínútur
Print
Alvöru Matur http://huxa.net/uppskriftir/

Categories
Matur

Chili Sin Carne

Chili Sin Carne
Serves 5
Grænmetispottréttur
Ingredients
  1. 1 laukur
  2. 2-3 hvítlauksrif
  3. 1 rauð papríka
  4. 1 tsk Kórianderfræ (mulin)
  5. 1 tsk cumin ( spiskummin )
  6. 1 tsk kanill
  7. 1 tsk paprikuduft
  8. 1 tsk sykur
  9. salt
  10. pipar
  11. chilli
  12. 2 dósir tómatar
  13. 1 dós kjúklingabaunir
  14. 1 dós svartar baunir
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Instructions
  1. Saxa lauk, hvítlauk og papríku og steikja í olíu þar til orðið mjúkt.
  2. Bæta kryddi út í ásamt niðursoðnum tómötum. Salt pipar og chilli eftir smekk.
  3. Sjóða í 15-20 mínútur
  4. Bæta baunum út í og sjóða þar til heitar.
Notes
  1. Gott að hafa sýrðan rjóma með og guacamole. Einnig gott að bera fram quesadillas með réttinum.
Print
Alvöru Matur http://huxa.net/uppskriftir/