Author Archives: aron

Piparkökur Ömmu Gunnu

Piparkökur

Piparkökur

Piparkökur

500 gr hveiti
11 tsk lyftiduft
1 tsk. engifer
2 tsk kanill
2 tsk negull
1 tsk pipar Öllu blandað saman
Síðan eru
250 gr smjör
500 gr púðursykur
3 egg
hrært saman og þurrefnunum síðan blandað saman við.
Búnar til litlar kúlur pressað ofaná með gafli.
Bakað við 175 hita þar til þær eru fallega brúnar.

Boeuf Bourguignon

Hér er uppskrift að ríflegum skammti af þessari frábæru kássu.

 • 2 kg nautakjöt
 • 2 msk tomatpure
 • 2 msk hveiti ( hægt að sleppa)
 • 1/2 dl balsam edik
 • 4 msk kálfakraftur + 6 dl vatn
 • 1 flaska rödvin, gjarnan Bourgogne
 • 2 beikon bréf
 • 200 g sveppir
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 1 dós súrsuðum lauk, c 375 g
 • 1 net af smálauk
 • 4 gulrætur
 • 1 stórt knippi feskur timian
 • smjör fyrir steikingu
 • salt
 • peppar

Skera beikon í ræmur og steikja. Skera sveppi í geira, grófhakka hvítlauk og steikja með í dálitla stund. Bæta við gulrótarbitum, afhýddum lauk og súrsuðum lauk. Setja til hliðar.

Skera kjötið í teninga og brúna í skömmtum. Krydda með salti og pipar. Bæta við tómatpúrre og steikja í nokkrar mínútur. Strá mjölinu yfir og blanda almennilega.

Hella balsam ediki yfir og láta sjóða í nokkrar mínútur. Bæta við kálfakrafti, vatni og rauðvíni. Lækka hitann og sjóða litla stund.

Bæta við beikoni blöndunni og hræra varlega. Toppa með ferskum timian.

Setja steikarpottinn í miðjan ofnin og elda í u.þ.b 2 tíma á 175°C.

Ábending: Þegar afhýða á smálaukana er gott að setja þá í sjóðandi vatn í um 30 sekúndur og skola með köldu vatni, þá verður auðveldara að afhýða þá.

 

Ostaflatkökur

Þessar passa vel með súpu eða öðrum mat og jafnvel í staðinn fyrir bakkelsi eins og vínarbrauð.

2 skammtar:

2 egg
2 msk majones /  feitur sýrður rjóma
2 dl rifinn ostur

 1. Ofninn settur á 250°C
 2. Hræra allt saman
 3. Moka 8 matskeiðum á bökunarpappír á bökunarplötu ekki of nálægt hverri annarri og sett i ofninn. Bakað í ca 7 mínútur eða þar til gullin brún.

Vöfflur

Fínar LCH vöfflur góðar með rjóma. Hægt að helminga mjólkina og setja vatn í staðinn til að fá stökkari vöfflur.

U.þ.b 8-10 st.

1 dl mjólk ( best ógerilsneydd )
2 dl rjómi
2 msk fiberhusk
50 bráðið smjör
4 egg
1 tsk lyftiduft
1/5 tsk salt ( 1 ml )

smjör á vöflujárnið

Hræra saman öll hráefni í skál. Láta standa í  5 mínútur.
Pensla vel af smjöri á vöfflujárnið fyrir hverja vöfflu.

Súkkulaðimús

Fyrir 4:

100 g dökkt súkkulaði ( minnst 70 % )
2 eggjarauður
1/2 dl sterkt kaffi (má sleppa)
2 1/2 dl rjómi

Borið fram með:
þeyttum rjóma
berjum ( t.d. hindber og bláber)

Bræða súkkúlaði yfir vatnsbaði eða í örbylgju. Láta kólna lítillega. Hræra eggjarauður samanvið, eina í einu. Hræra vel þannig að úr verði slétt blanda. Bæta við kaffi ( eða vatni ef ekki kaffi ) og hæra vel. Þeyta rjómann en ekki alveg stífan. Hræra smá hluta af rjómanum saman við súkkúlaðihræruna og blanda vel. Bæta svo öllum rjómanum og blanda vel saman en ekki of harkalega. Hella í 4 glös eða form og kæla.

Hægt að bragðbæta með því sem maður vill, t.d. líkjör eða bragðbættu súkkúlaði.

Breyting/afbrigði: Setja allt eggið saman við og sleppa vatninu/kaffinu. Ekki frá því að músin verði aðeins seigari

Möndlupönnukökur

Góðar LCHF pönnukökur sem eru aðeins þykkari en venjulegar pönnukökur og minna helst á amerískar pönnukökur. Fínt að bera fram með tyrkneskri jógúrt og berjum eða þeyttum rjóma og bræddu súkkulaði ( namm )

3 pönnukökur:

1 dl möndlumjöl
1 dl rjómi
2 egg
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk fiberhusk
smá salt

Hræra saman hráefnin, hægt að gera með töfrasprota.
Steikja á lágum til meðalháum hita með  nægu smjöri eða kókosolíu.
Pönnukökur án hveitis þurfa lengri tíma.

Tómatsósa

Hér er uppskrift að bragðgóðri tómatsósu.
 • 350 ml tómatpúrre ( hef notað tvær dósir  af maukuðum tómötum og sleppi þá vatninu)
 • 1/2 bolli edik
 • 4 msk hrásykur
 • 1 msk hvítlauksduft
 • 1 msk laukduft
 • 1/4 tsk season all/ allspice
 • 1 tsk salt
 • 1 teaspoon melassi
 • 1 teaspoon agave sýrop
 • 2 1/2 bolli vatn

Öllu skellt í pott og láta suðu koma upp, lækka undir og láta malla í ca 1,5 -2 tíma.
Hella í hreinar flöskur.

Tacohræra

800 g nautahakk
4 tsk tacokrydd ( sjá neðar )
1 dl vatn
2 tómatar, sneiddir
10-20 jalepeno ( má sleppa )
vorlaukur
200 g rjómaostur
3 dl sýrður rjómi
1 msk sambal oelek
1 msk tómatpúrre
rifinn ostur
paprikuduft

Stilla ofninn á 200°C.

Steikja hakk með tacokryddinu. Bæta við vatni og láta malla í nokkrar mínútur. Hella í eldfast mót. Blanda saman rjómaosti, sýrðum rjóma, tómatpúrre og samal oelek. Smyrja þessu yfir hakkið. Raða tómötum , lauk og jalapeno. Strá síðan osti og papríkudufti yfir. Elda í ofninum í ca 15 mínútur.

Bera fram með sýrðum rjóma og salati.

 

Taco Krydd:

4 tsk spiskummin
2 msk paprikuduft
4 tsk hvítlauksduft
4 tsk chilliduft
4 tsk salt
4 tsk laukduft
4 krm cayennepipar
4 tsk oregano

Blanda saman og geyma í loftþéttum umbúðum

 

LCHF Pizza

Þetta er mjög góð uppskrift að LCHF pizzu.

Uppruni: http://56kilo.alltforforaldrar.se/pizza-xtra-allt-lc-lchf/

100 gr rifinn parmesan ostur eða annar álíka póstur
4 egg
0,75 dl rjómi
1 msk fiberhusk
0,5 dl möndlumjöl
0,25 dl kókosmjöl
Örlítið Salt

Hræra saman egg, rjóma, fiberhusk, möndlumjöl og kókosmjöl og blanda svo ostinum saman við.
Láta standa í 5 mínútur þá þykknar deigið.
Smyrja deiginu á bökunarpappír.
Forbaka botninn í ofni við 175 °C í ca 15 mínutur eða þar til ljósbrúnn að lit.

Setja sósu, ost og álegg og baka þar til ostur er bráðinn.

Súkkulaðimús

6 skammtar:

200 g dökkt súkkulaði, minst 70 %, má vera meira en  80 %

1 eggjarauða

1 krm salt

0,5 dl bráðin kókosolía (bráðnar við 24 °C)

1-2 tsk rifin appelsínuhýði (má sleppa)

5 dl léttþeyttur rjómi

Svona gerir maður: Brytja súkkulaði í skál og bræða yfir vatnsbaði. Blanda eggjarauðu, salti og appelsínuhýði í skál. Hræra varlega kókosolíunni saman við. Bæta við brædda súkkulaðinu og hræra. Þeyta rjómann létt þannig að hann sé þykkfljótandi, ekki of stífur. Hella rjómanum yfir súkkulaðiblönduna og hræra mjög varlega. Setja í litlar skálar eða eina stóra skál. Setja í kæli minnst 1 klst fyrir neyslu.

Taka úr kæli 15 mínútum fyrir neyslu og skreyta með bromberum og klípu af þeyttum rjóma.