Category Archives: Aðalréttur

Tacohræra

800 g nautahakk
4 tsk tacokrydd ( sjá neðar )
1 dl vatn
2 tómatar, sneiddir
10-20 jalepeno ( má sleppa )
vorlaukur
200 g rjómaostur
3 dl sýrður rjómi
1 msk sambal oelek
1 msk tómatpúrre
rifinn ostur
paprikuduft

Stilla ofninn á 200°C.

Steikja hakk með tacokryddinu. Bæta við vatni og láta malla í nokkrar mínútur. Hella í eldfast mót. Blanda saman rjómaosti, sýrðum rjóma, tómatpúrre og samal oelek. Smyrja þessu yfir hakkið. Raða tómötum , lauk og jalapeno. Strá síðan osti og papríkudufti yfir. Elda í ofninum í ca 15 mínútur.

Bera fram með sýrðum rjóma og salati.

 

Taco Krydd:

4 tsk spiskummin
2 msk paprikuduft
4 tsk hvítlauksduft
4 tsk chilliduft
4 tsk salt
4 tsk laukduft
4 krm cayennepipar
4 tsk oregano

Blanda saman og geyma í loftþéttum umbúðum

 

LCHF Pizza

Þetta er mjög góð uppskrift að LCHF pizzu.

Uppruni: http://56kilo.alltforforaldrar.se/pizza-xtra-allt-lc-lchf/

100 gr rifinn parmesan ostur eða annar álíka póstur
4 egg
0,75 dl rjómi
1 msk fiberhusk
0,5 dl möndlumjöl
0,25 dl kókosmjöl
Örlítið Salt

Hræra saman egg, rjóma, fiberhusk, möndlumjöl og kókosmjöl og blanda svo ostinum saman við.
Láta standa í 5 mínútur þá þykknar deigið.
Smyrja deiginu á bökunarpappír.
Forbaka botninn í ofni við 175 °C í ca 15 mínutur eða þar til ljósbrúnn að lit.

Setja sósu, ost og álegg og baka þar til ostur er bráðinn.