Category Archives: Meðlæti

Ostaflatkökur

Þessar passa vel með súpu eða öðrum mat og jafnvel í staðinn fyrir bakkelsi eins og vínarbrauð.

2 skammtar:

2 egg
2 msk majones /  feitur sýrður rjóma
2 dl rifinn ostur

 1. Ofninn settur á 250°C
 2. Hræra allt saman
 3. Moka 8 matskeiðum á bökunarpappír á bökunarplötu ekki of nálægt hverri annarri og sett i ofninn. Bakað í ca 7 mínútur eða þar til gullin brún.

Tómatsósa

Hér er uppskrift að bragðgóðri tómatsósu.
 • 350 ml tómatpúrre ( hef notað tvær dósir  af maukuðum tómötum og sleppi þá vatninu)
 • 1/2 bolli edik
 • 4 msk hrásykur
 • 1 msk hvítlauksduft
 • 1 msk laukduft
 • 1/4 tsk season all/ allspice
 • 1 tsk salt
 • 1 teaspoon melassi
 • 1 teaspoon agave sýrop
 • 2 1/2 bolli vatn

Öllu skellt í pott og láta suðu koma upp, lækka undir og láta malla í ca 1,5 -2 tíma.
Hella í hreinar flöskur.

Blómkálsrisotto

150 gr halloumi

1 gulrót rifin

5 dl rifið blómkál

1 dl rjómi

salt og pipar

1 söxuð paprika

1 saxaður laukur

skera halloumiostinn í bita og steikja í smá smjöri. Bæta út í rifinni gulrót og blómkáli og steikja í smá stund. Hella rjómanum út í og láta malla á lágum hita í nokkrar mínútur. Bæta svo lauk og papriku út og sjóða í smá tíma í viðbót.

Brokkolímús

Gufussjóða 500 gr af fersku brokkolí ( 250 gr dugar fyrir 2), passa bara að skera stilkinn smátt svo hann sé jafnfljótur að soðna og restin

Blanda saman brokkolí og  smá af vökva sem er eftir í potti eftir suðuna.

1 dl rjómi

salt og pipar

Keyra í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til þú hefur fengið þá áferð sem þú ert sátt/sáttur við.

Má bragðbæta t.d. með parmesan osti eða einhverskonar rjómaosti

Passa sig að bera fram vel heitt.

Blómkálshrísgrjón

1 blómkálshaus rifinn á grófu rifjárni

Hita smjör eða olíu á pönnu og steikja blómkálið þangað til glansandi og aðeins mjúkt, kannski 5 minútur á meðalhita.

Bragðbæta með salti og pipar.

Líka hægt að setja út í chili, lime og kóríander  eða basil og tómata etc..