Category Archives: Morgunmatur

Pönnukaka með fræjum

2-3 egg háð stærð

2 msk kotasæla

1 msk sólblómafræ

1 msk sesamfræ

2 msk kókosmjöl

bragðefni t.d. kanel, vanilla eða kardemomma

Þeyta saman þar til jafnt eggjadeig.

Hita kókosolíu eða smjör helst á lítilli pönnu og hella deiginu út í. Elda við meðal hita nokkrar mínútur á hvorri hlið.

Berist fram t.d. með grískri jógurt blandaðri við þeyttan rjóma og dreifa berjum ofan á ferskum eða frystum. EF til er sukrin má sáldra smá svoleiðis yfir til að fá sætu. Einnig hægt að blanda smá hunangi út í jógúrtina/rjómann.

Uppáhaldsmorgunverður hjá mer

Eggjahræra

3 egg
2 msk rjómi
1 msk smjör
salt
pipar

Kveikja undir pönnu , skella smjörinu á pönnuna. Hræra saman egg, rjóma og salta og pipra.
Hella á pönnu og hræra stöðugt þar til hæran er orðin hæfilega steikt.
Skella á disk og borða.

Gott að sneiða ost og setja ofan á heita hræruna.
Einnig gott að setja klípu af smjöri,
Skinkusneið eða lifrarkæfu ( nammi )