Category Archives: Uncategorized

Vítaskot

Vítaskot
Frábær hressingardrykkur fullur af vítaminum og steinefnum
Ingredients
 1. 3-4 dl kókosvatn
 2. 1 sítróna kreist
 3. 1 msk hunang
 4. 2-3 cm ferskur engifer
 5. 3-4 cm ferskt túrmerik
 6. 1/8 tsk himalaya salt ( eða bara flögusalt )
 7. 1/8 tsk nýmalaður svartur pipar
 8. 3-4 klakar
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Instructions
 1. Blanda þar til engir engifer og túrmerik kögglar eftir.
Túrmerik
 1. Töfrajurtin sem gefur karrýinu lit og talið mjög öflugt náttúrulyf, og áhrifin stóraukast með hjálp svarts pipars. Túrmeric eykur blóðflæði, dregur úr bólgum, virkar gegn liðagigt og dregur úr magavandamálum
Engifer
 1. Stútfullur af andoxunarefni, eykur blóðflæði, minnkar ógleði, minnkar bólgur
Kókosvatn
 1. Náttúrulegur heilsudrykkur fullur af kalíum og natríum
Sítróna
 1. Fullt af C vítamíni, andoxunarefni, hjálpar lifrinni að framleiða ensím
Print
Uppskriftir http://huxa.net/uppskriftir/

Smjör

Heimagert Smjör
Það er mjög einfalt að gera smjör ef maður á rjóma.
Ingredients
 1. Rjómi 5 dl
 2. Salt 1/8-1/4 tsk
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Instructions
 1. Þeyta rjóma í hrærivél þar til búið að skilja sig í smjör köggla og "búttermjólk".
 2. Sigta burt mjólk og kreysta mjólkurleyfarnar með berum höndum ( eða í hönskum ).
 3. Blanda salti út í.
Print
Uppskriftir http://huxa.net/uppskriftir/

Boeuf Bourguignon

Hér er uppskrift að ríflegum skammti af þessari frábæru kássu.

 • 2 kg nautakjöt
 • 2 msk tomatpure
 • 2 msk hveiti ( hægt að sleppa)
 • 1/2 dl balsam edik
 • 4 msk kálfakraftur + 6 dl vatn
 • 1 flaska rödvin, gjarnan Bourgogne
 • 2 beikon bréf
 • 200 g sveppir
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 1 dós súrsuðum lauk, c 375 g
 • 1 net af smálauk
 • 4 gulrætur
 • 1 stórt knippi feskur timian
 • smjör fyrir steikingu
 • salt
 • peppar

Skera beikon í ræmur og steikja. Skera sveppi í geira, grófhakka hvítlauk og steikja með í dálitla stund. Bæta við gulrótarbitum, afhýddum lauk og súrsuðum lauk. Setja til hliðar.

Skera kjötið í teninga og brúna í skömmtum. Krydda með salti og pipar. Bæta við tómatpúrre og steikja í nokkrar mínútur. Strá mjölinu yfir og blanda almennilega.

Hella balsam ediki yfir og láta sjóða í nokkrar mínútur. Bæta við kálfakrafti, vatni og rauðvíni. Lækka hitann og sjóða litla stund.

Bæta við beikoni blöndunni og hræra varlega. Toppa með ferskum timian.

Setja steikarpottinn í miðjan ofnin og elda í u.þ.b 2 tíma á 175°C.

Ábending: Þegar afhýða á smálaukana er gott að setja þá í sjóðandi vatn í um 30 sekúndur og skola með köldu vatni, þá verður auðveldara að afhýða þá.

 

Möndlupönnukökur

Góðar LCHF pönnukökur sem eru aðeins þykkari en venjulegar pönnukökur og minna helst á amerískar pönnukökur. Fínt að bera fram með tyrkneskri jógúrt og berjum eða þeyttum rjóma og bræddu súkkulaði ( namm )

3 pönnukökur:

1 dl möndlumjöl
1 dl rjómi
2 egg
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk fiberhusk
smá salt

Hræra saman hráefnin, hægt að gera með töfrasprota.
Steikja á lágum til meðalháum hita með  nægu smjöri eða kókosolíu.
Pönnukökur án hveitis þurfa lengri tíma.

Tortano

Tími: 1 klst 40 min

Deig

15 g pressuger eða 1 1/2 tsk þurrger
3 dl volgt vatn
2 msk olífuolía
1 msk hunang
1 msk flögusalt
2.5 dl durumhveiti
4 dl brauðhveiti

Fylling:
200 g mozzarella ost
200 g parmaskinka
1 hnefi blandaðar steinlausar ólífur ( má sleppa )
1 búnt fersk basilika

Svona gerum við:

 1. Mylja gerið í skál og leysa upp með vatninu. Blanda ólífuolíu, hunangi og flögusalti.
 2. Hræra hveitinu við í smáum skömmtum þar til deigið þéttist og losnar frá skálinni.
 3. Láta hefast í skálinni með loki eða bökunarklút i um 30 mínútur.
 4. Hella deiginu á borð og teygja og mynda þannig ferhynding um 1 sentimetra að þykkt, ekki nota kefli því
  þá þrýstist allt loft úr.
 5. Sneiða mozzarella ost og strá ásamt parmaskinku, ólífum og basiliku yfir deigið.
 6. Pensla ystu brún deigsins með vatni og rúlla upp deiginu og mynda krans. Þrýsta saman endunum.
 7. Leggja kransinn á bökunarplötu með bökunarpappír og láta hefast undir klút í um 30 mínutur. Setja ofninn á 250 °C.
 8. Setja plötuna í ofninn og lækka hitann í 200°C, baka í 20-25 mínútur og láta kólna á grind.