HomeBrauð Morgunverðarbollur

Morgunverðarbollur

Posted in : Brauð on by : aron Efnisorð: ,

Deigið er gert að kvöldi og látið hefast í kæli yfir nótt og bakað í morgunsárið.

6 Stórar bollur

Dagur 1, snemma kvölds
50 gr ( 1/2 dl ) Hveitisúrdeigsgrunnur
250 gr ( 2 1/2 dl ) Vatn
3 gr Ger
350 gr ( 6 dl ) Brauðhveiti
7 gr ( 1 tsk ) Salt
10 gr ( 1 msk ) Hörfræ
20 gr ( 2 msk ) Sólblómafræ

Hræra allt saman nema salt í skál með sleif.  Láta standa í 30 mínútur.  Bæta við salti og hræra í nokkrar mínútur. Hylja með plasti eða loki og hefa í 1-1.5 klst. Hella á hveitborið borð skipta í 6 hluta. Hringsnúa hvern hluta í bollu og setja á plötu og setja í kæli.

Dagur 2, morgun
Taka út bollurnar úr kæli og stilla ofninn á 275 gráður með plötu í miðjunni og sterka plötu neðst. Leyfa ofninum að verða mjög heitan. Pensla eða spreyja vatni á bollurnar og strá yfir fræjum ( sólblóma og hör . Setja bollurnar í ofninn og nokkra ísmola á botnplötuna. Minnka hitann í 250 gráður og baka í 15-20 mínútur eða þar til fínum lit náð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *