Ostakaka “17 Júní”

Botn:

150 gr Hafrakex
150 gr Makkarónukökur
150 gr Smjör

Kex og makkarónukökur muldar, fínt að setja í poka og berja með kökukefli eða einfaldlega lemja pokanum í borðið. Hella mulningnum í mót t.d. eldfast mót.
Bræða smjörið og hella yfir. Þjappa botnin með skeið eða öðru verkfæri.
Stinga í kæli á meðan fyllingin er gerð:

Fylling:
300 gr Rjómaostur
150 gr Flórsykur
500 ml Rjómi

Þeyta rjómann, blanda svo flórsykri og rjómaosti saman við.
Smyrja fyllingunni svo yfir botninn.
Stinga í kæli eða frysti á meðan kremið er gert, þá er auðveldara að smyrja kreminu á.

Krem:
225 gr dökk súkkúlaði ( best 70% )
200 ml Sýrður rjómi ( hægt að nota gríska jógúrt, kannski skyr líka )

Bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgju og blanda saman við sýrða rjómann.
Smyrja á fyllinguna.

Toppa svo með frosnum berjum, til dæmis jarðaberjum og hindberjum.
Geyma í kæli. Oft best daginn eftir.

Njótið í botn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *