Tag Archives: Álegg

Focaccia að hætti Leilu

Innihald fyrir tvö brauð

25 gr pressuger ( 2,5 tsk þurrger )
3 dl volgt vatn
1/2 dl olífuolía
2 msk hunang
1 msk flögu salt
7-8 dl brauðhveiti
Olífuolía og salt til að setja ofan á

 1. Setja ger í skál og blanda vatni, ólífuolíu , hunangi og flögusalti.
 2. Bæta hveitinu við í smáum skömmtum og vinna deig í um 5 mínútur
 3. Láta deig hefast undir viskustykki þar til hefur tvöfaldast að stærð, ca 45 mínútur
 4. Setja ofninn á 225 gráður
 5. Hella deiginu á hveitiborið borð og skipta í tvo jafna hluta og forma tvo bolta.
  Fletja út í um 1,5 cm þykka.
 6. Skvetta smá olíu á plötu ( eða á bökunarpappír á plötu ) og strá smá flögusalti yfir. Leggja deigið á og láta hefast að tvöfaldri stærð, ca 30 mínutur.
 7. Pota í deigið með öllum fingrum annarrar handar þannig að holur myndist útum allt deigið.
  Skvetta ríflega með Ólífuolíu yfir og strá flögusalti yfir.
  Setja svo annað álegg ( sjá neðar ).
 8. Baka brauðin gullin brún í miðjum ofni, ca 10 mínútur
Rauðlauks-focaccia ( 2 brauð )
1 stk uppskrift foccacia deig
3 stk rauðlaukar
Laukur skorin í þunnar sneiðar og dreift yfir brauðið áður en holur myndaðar og ólífuolía og salt sett yfir.
Tómata og Basilíku – focaccia
1. stk uppskrift focaccia deig
1. pakki kirsuberjatómatar
1. pakki basilika
Gera holur í degiið , setja tómata og basiliku og svo olíu og salt.
Rósmarín- focaccia
1. stk uppskrift focaccia deig
5 greinar fersk rósmarín
Merja rósmarín greinarnar í morteli, setja smá olíu með og merja. Búa til holurnar, setja rósmarín-olíuna yfir og svo salt.