Categories
Brauð

Súrdeigsgrunnur Rúgmjöl

Dagur 1, morgun

100 gr ( 1 dl ) ylvolgt vatn
30 gr ( 1/2 dl ) rúgmjöl

Hræra saman vatn og mjöl í glerkrukku sem rúmar a.m.k 1/2 lítra. Leggja lokið á ( ekki skrúfa fast þannig að það sé þétt ) og setja krukkuna á heitan stað ( 20-25°C ). Skápur fyrir ofan ískáp er mjög hentugur, þar er yfirleitt fínn hiti.
Láta blönduna standa í 3 sólarhringa. Hrista krukkuna varlega morgna og kvölds.

Dagur 4, morgun

100 gr ( 1 dl ) ylvolgt vatn
90 gr ( 1 1/2 dl ) rúgmjöl

Bæta við vatni og mjöli og hræra saman. Blandan mun þykkna aðeins.

Dagur 4, kvöld

100 gr ( 1 dl ) ylvolgt vatn
60 gr ( 1 dl ) rúgmjöl

Nú ætti gerjunin að vera komin af stað og súrdeigið ætti að hafa vaxið helling. Ef gerjunin er ekki komin í gang þá láta standa 10-12 tíma í viðbót áður en haldið áfram og hella öllu nema um 50 gr ( 1/2 dl ) og fylla á með mjöli og vatni.

Dagur 5, morgun
Ef að súrdeigið hefur lyft sér almennilega eftir 10-12 tíma og líkist súkkúlaði frauði þá er súrdegið tilbúið og má skrúfa lokið fast og setja í kæli.

Mötun
Í hverri viku ( u.þ.b. ) þarf að  mata súrdeigisgrunninn óháð því hvort hann er notaður eða ekki. Það ætti að nægja að geyma u.þ.b. 250 gr af súrdeigsgrunninum og ætti að duga í tvær uppskriftir í viku og afgangs til að mata í lok vikunnar.
Í lok vikunnar hellir maður öllu nema 50 gr ( 1/2 dl ) af grunninum. Bætir við vatni og mjöli og hrærir saman og setur krukkuna upp í skáp yfir nóttina. Morgunin eftir ætti grunnurinn að hafa lyft sér og vera fullur af loftbólum. Lokið skrúfað fast og krukkan sett í kæli.
Þó það líði stundum meira en vika á milli þá er það ekkert hættulegt, deigið verður bara súrara. Ef of súrt er hægt að endurtaka mötunina nokkrum sinnum í röð.

Mötunarmagn:
100 gr ( 1 dl ) vatn
60 gr ( 1 dl ) rúgmjöl