Categories
Brauð

Lefsur ( Grillbrauð )

Þetta er með einfaldasta sem hægt er að baka, eða öllu heldur grilla eða steikja á pönnu. Passar frábærlega með grillmat.

5 dl hveiti
2,5 dl súrmjólk ( eða jógúrt )
1-2 msk sýrop
1 tsk matarsódi ( eða hjartarsalt )

Hræra öllu saman í skál og hnoða svo lítillega. Skella í kæliskáp í klukkutíma ef sá tími gefst ( sérstaklega ef notað er hjartarsalt )
Skipta í 12-16 hluta og móta litlar flatar kökur með fingrunum eða kökukefli, ca 0,5-1 cm þykkar og leggja á disk eða plötu.
Gata síðan hverja köku nokkrum sinnum með gaffli. Baka á grilli eða pönnu.

Hér er smá vídeo af Davíð Helga 2ja ára að baka lefsur.