Categories
Kökur

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Guðdómlegir kanilsnúðar. Upphaflega gerðir með súrdeigi en líka hægt að gera með geri.
Course: Snack
Author: aron

Ingredients

Deig

  • 700 gr hveiti
  • 100 gr hrásykur ( eða bara sykur )
  • 10 gr sjávarsalt ( eða bara borðsalt)
  • 350 ml nýmjólk
  • 1 stk egg
  • 100 gr smjör kallt

Hefunarefni: súrdeig eða ferskt ger eða ger

  • 40-80 gr súrdeig
  • 30 gr ferskt ger
  • 3 tsk þurrt ger

Fylling

  • 250 gr smjör stofuheitt
  • 100 gr hrásykur (eða bara sykur)
  • 20 gr kanill

Sykurhúð

  • 100 ml vatn
  • 110 gr hrásykur ( eða bara sykur)

Instructions

Deig

  • Blanda þurrefnum í hrærivélaskál.
  • Velgja mjólk í ca 38°C og setja egg og súrdeig/ger út og blanda vel
  • Hella vökvanum saman við þurrefni og blanda með deigkrók í nokkrar mínútur
  • Láta hvíla í 30 mínútur
  • Banka smjör niður með kökukefli þar til örþunnt og leggja svo ofan á deig og hræra saman við, gott að hafa smjörið á milli bökunarpappírsarka í þessari aðgerð.
  • Láta hefast þar til tvöfaldast, ca 1 klst með geri, ca 8-10 tímar með súrdeigi.

Fylling

  • Hræra saman smjöri sykri og kanil í skál þannig að hægt sé að smyrja því létt á deigið. Nota gaffal, eða skeið eða hrærivél.

Sykurhúð

  • Sjóða upp vatn og sykur

Snúðagerð

  • Fletja deigið út ca 1 cm þykkt, kannski að stærð eins og ein stór bökunarplata.
  • Smyrja fyllingunni á 2/3 hluta deigsins
  • Brjóta hlutann sem ekki fékk neina fyllingu yfir miðju hlutann og svo síðasta þriðjunginn yfir miðjuna.
  • Fletja renningin aðeins út með kefli og skipta svo niður í mjóa renninga í ca 2-4 cm á breidd ( ca 18 stk ). Gott að skera með hníf á skurðarbretti eða með pizzahjóli. Mjórri renningar gefa minni snúða. Ef hafðir mjórri er gott að fletja meira út áður en skorið.
  • Teygja hvern renning og snúa upp á meðan vafinn utan um tvo fingur þar til endinn sem eftir er getur teygst yfir snúðinn og endað undir honum. ( sjá video að neðan )
  • Leggja á bökunarplötu og spreyja létt með vatni.
  • Láta hefast undir rökum klút eða í lokuðum ofni þar til snúðarnir hafa tvöfaldast ( ca 40 – 60 mín ).
  • Baka við 200°C í ca 12 mínútur eða þar til ljósbrúnir ( misjafnt eftir ofnum )
  • Pensla með sykurlegi þegar teknir út úr ofninum