Categories
Aðalréttur

Biga Pizza 24h

Pizzudeig Biga

Pizza með Biga fordeigi sem gefur aukið bragð og hefunarkraft
Course: Main Course
Cuisine: Italian
Keyword: Biga, Napoli, Pizza
Servings: 12 Deigkúlur

Ingredients

Biga Fordeig

  • 500 ml Vatn ískallt
  • 1000 gr Hveiti kallt prótínríkt brauðhveiti
  • 3 gr Þurrger

Biga Deig

  • 1 stk Biga fordeig
  • 1000 gr Hveiti prótínríkt brauðhveiti
  • 1000 gr Vatn ískallt
  • 3 gr Þurrger
  • 60 gr Sjávarsalt

Instructions

Biga Fordeig

  • Setja kallt hveiti í skál eða kassa með loki. Hægt að skella hveitinu í frysti í smástund áður.
  • Blanda þurrgeri vel saman við ískallt vatnið.
  • Hella vatninu yfir hveitið og loka ílátinu
  • Hrista saman efnin með því að færa ílátið fram og tilbaka á borðinu þar jafnir kekkir hafa myndast ( ca 60 sekúndur )
  • Setja lokaða ílátið í kæli í 24 tíma

Biga Deig

  • Setja fordeig í hærivél með deigkrók
  • Bæta hveiti og þurrgeri út í
  • Bæta 500 ml af vatninu út í
  • Blanda saltinu í afganginn af vatninu ( 500 ml) án þess að setja það í skálina strax
  • Byrja að hnoða deigið á lágum hraða, deigið er mjög þurrt á þessum tímapunkti.
  • Eftir nokkrar mínútur byrja að láta saltvattnið rigna í smáum skömmtum yfir deigið, t.d. 50 ml í senn og láta það blandast vel í nokkrar mínútur áður en næsti 50 ml skammtur er látinn rigna yfir deigið meðan það hnoðast. Gert þar til allt vatnið er komið í og deigið orðið silkimjúkt og frekar blautt. Þessi aðferð gefur sterka glúten strengi og flottar loftbólur í skorpunni. Ætti að taka 15-20 mínútur í heild.
  • Leggja deigið í olíuborna skál, plasta og láta standa í 30-60 mínútur í stofuhita.
  • Hvolfa deiginu á borðið og skipta upp í kúlur t.d. 280-300 gr per kúlu
  • Rúlla kúlurnar þannig að spenna myndist og leggja í hefunarkassa í 1-2 tíma í stofuhita
  • Baka pizzur

Notes

Þetta er frekar stór uppskrift, ætti að duga í 12 deigkúlur.
Það er of erfitt fyrir týpíska hrærivél að hnoða allt deigið, og mæli því með að skipta því upp. Afgangs kúlur er einfalt að frysta, pensla smá olíu á deigið og smeygja því í poka og inn í frysti. Taka svo út nokkrum tímum fyrir notkun.
Categories
Brauð

Pizza

Pizza
Pizza

Hráefni:

2,5 dl vatn ( ylvolgt )
25 gr ger ( pressuger ) eða 2,5 tsk þurrger
7   dl hveiti ( brauðhveiti með meira prótíni )
1  tsk salt

Starter:
Leysa gerið upp í um 25 ml af vatninu ásamt 4 msk hveitinu, láta gerjast í ca 30 mínútur.

Deig:
Hella restinni af vatninu út í ásamt hveiti og salti, hnoða þangað til orðið silkimjúkt ( ca 10 mínútur ).
Líka fínt nota krók í hrærivél til að sjá um hnoðunina, ca 5-6 mínútur.
Skipta deiginu í 3 – 4 hluta og mynda kúlur með því að snúa í hringi á hveitibornu borði með báðum höndum.
Eða gera þetta að hætti Napoli búa: https://www.youtube.com/watch?v=ZxFf70__8ls

Setja kúlurnar í bakka eða disk og rakan klút yfir og láta hefast í a.m.k 45 mínutur.

Stilla ofnin á hæsta hita, og helst að setja bökunarstein eins ofarlega og hægt er, þó þannig að hægt sé að koma pízzunum inn á steininn.

Fletja svo út pízzubotna og setja á bökunarpappír.
Setja sósu, ost og álegg.
Renna svo bökunarpappírnum inn á steininn ( eða heita ofnplötu ), þá er gott að hafa einhvert áhald eins og pízzuspaða eða skurðarbretti.
Baka á hæsta hita í 6-7 mínútur eða þar til tilbúinn og áður en eitthvað fer að brenna.

 

Categories
Aðalréttur

LCHF Pizza

Þetta er mjög góð uppskrift að LCHF pizzu.

Uppruni: http://56kilo.alltforforaldrar.se/pizza-xtra-allt-lc-lchf/

100 gr rifinn parmesan ostur eða annar álíka póstur
4 egg
0,75 dl rjómi
1 msk fiberhusk
0,5 dl möndlumjöl
0,25 dl kókosmjöl
Örlítið Salt

Hræra saman egg, rjóma, fiberhusk, möndlumjöl og kókosmjöl og blanda svo ostinum saman við.
Láta standa í 5 mínútur þá þykknar deigið.
Smyrja deiginu á bökunarpappír.
Forbaka botninn í ofni við 175 °C í ca 15 mínutur eða þar til ljósbrúnn að lit.

Setja sósu, ost og álegg og baka þar til ostur er bráðinn.