Categories
Aðalréttur

LCHF Pizza

Þetta er mjög góð uppskrift að LCHF pizzu.

Uppruni: http://56kilo.alltforforaldrar.se/pizza-xtra-allt-lc-lchf/

100 gr rifinn parmesan ostur eða annar álíka póstur
4 egg
0,75 dl rjómi
1 msk fiberhusk
0,5 dl möndlumjöl
0,25 dl kókosmjöl
Örlítið Salt

Hræra saman egg, rjóma, fiberhusk, möndlumjöl og kókosmjöl og blanda svo ostinum saman við.
Láta standa í 5 mínútur þá þykknar deigið.
Smyrja deiginu á bökunarpappír.
Forbaka botninn í ofni við 175 °C í ca 15 mínutur eða þar til ljósbrúnn að lit.

Setja sósu, ost og álegg og baka þar til ostur er bráðinn.

3 replies on “LCHF Pizza”

Hæ,

Er fiberhusk hveitikím?
Er möndlu og kókós mjöl möndlu og kókós hveiti?

🙂 🙂

kv,
Linda

Nei það er ekki hveitikím.
Þetta er psyllium trefjar, sem unnar úr Psyllium fræjum. Þetta á að fást í Heilsuhúsinu. Og heitir fiberhusk eða psyllium fiber
Maður notar yfirleitt mjög lítið af þessu í einu.
Hér er tengill sem sýnir hvernig þetta lítur út:
http://www.lindroos.net/produkter/glutenfritt/fiberhusk

Og hérna er smá lýsing hjá heilsa.is
http://www.heilsa.is/fraedsla/baetiefni/hjalparefni-fyrir-meltingu/psyllium-trefjar/

Möndlumjöl er í raun bara muldar möndlur. Einfalt að bara kaupa flysjaðar möndlur og skella í mixer eða matvinnsluvél.

Kókosmjöl er ekki kókosflögur eins og við setjum ofan á skúffukökur, heldur hveiti.

/Aron

Takk Fyrir, ég ætla að gera mér ferð í heilsuhúsið og ná mér í fiberhusk.

Kv,
Linda

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *