Categories
Eftirréttur

Súkkulaðimús

6 skammtar:

200 g dökkt súkkulaði, minst 70 %, má vera meira en  80 %

1 eggjarauða

1 krm salt

0,5 dl bráðin kókosolía (bráðnar við 24 °C)

1-2 tsk rifin appelsínuhýði (má sleppa)

5 dl léttþeyttur rjómi

Svona gerir maður: Brytja súkkulaði í skál og bræða yfir vatnsbaði. Blanda eggjarauðu, salti og appelsínuhýði í skál. Hræra varlega kókosolíunni saman við. Bæta við brædda súkkulaðinu og hræra. Þeyta rjómann létt þannig að hann sé þykkfljótandi, ekki of stífur. Hella rjómanum yfir súkkulaðiblönduna og hræra mjög varlega. Setja í litlar skálar eða eina stóra skál. Setja í kæli minnst 1 klst fyrir neyslu.

Taka úr kæli 15 mínútum fyrir neyslu og skreyta með bromberum og klípu af þeyttum rjóma.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *