Categories
Aðalréttur

Biga Pizza 24h

Pizzudeig Biga

Pizza með Biga fordeigi sem gefur aukið bragð og hefunarkraft
Course: Main Course
Cuisine: Italian
Keyword: Biga, Napoli, Pizza
Servings: 12 Deigkúlur

Ingredients

Biga Fordeig

  • 500 ml Vatn ískallt
  • 1000 gr Hveiti kallt prótínríkt brauðhveiti
  • 3 gr Þurrger

Biga Deig

  • 1 stk Biga fordeig
  • 1000 gr Hveiti prótínríkt brauðhveiti
  • 1000 gr Vatn ískallt
  • 3 gr Þurrger
  • 60 gr Sjávarsalt

Instructions

Biga Fordeig

  • Setja kallt hveiti í skál eða kassa með loki. Hægt að skella hveitinu í frysti í smástund áður.
  • Blanda þurrgeri vel saman við ískallt vatnið.
  • Hella vatninu yfir hveitið og loka ílátinu
  • Hrista saman efnin með því að færa ílátið fram og tilbaka á borðinu þar jafnir kekkir hafa myndast ( ca 60 sekúndur )
  • Setja lokaða ílátið í kæli í 24 tíma

Biga Deig

  • Setja fordeig í hærivél með deigkrók
  • Bæta hveiti og þurrgeri út í
  • Bæta 500 ml af vatninu út í
  • Blanda saltinu í afganginn af vatninu ( 500 ml) án þess að setja það í skálina strax
  • Byrja að hnoða deigið á lágum hraða, deigið er mjög þurrt á þessum tímapunkti.
  • Eftir nokkrar mínútur byrja að láta saltvattnið rigna í smáum skömmtum yfir deigið, t.d. 50 ml í senn og láta það blandast vel í nokkrar mínútur áður en næsti 50 ml skammtur er látinn rigna yfir deigið meðan það hnoðast. Gert þar til allt vatnið er komið í og deigið orðið silkimjúkt og frekar blautt. Þessi aðferð gefur sterka glúten strengi og flottar loftbólur í skorpunni. Ætti að taka 15-20 mínútur í heild.
  • Leggja deigið í olíuborna skál, plasta og láta standa í 30-60 mínútur í stofuhita.
  • Hvolfa deiginu á borðið og skipta upp í kúlur t.d. 280-300 gr per kúlu
  • Rúlla kúlurnar þannig að spenna myndist og leggja í hefunarkassa í 1-2 tíma í stofuhita
  • Baka pizzur

Notes

Þetta er frekar stór uppskrift, ætti að duga í 12 deigkúlur.
Það er of erfitt fyrir týpíska hrærivél að hnoða allt deigið, og mæli því með að skipta því upp. Afgangs kúlur er einfalt að frysta, pensla smá olíu á deigið og smeygja því í poka og inn í frysti. Taka svo út nokkrum tímum fyrir notkun.
Categories
Aðalréttur Vegan

Vegan tacofars

Vegan Tacofars

Calories: 454kcal

Ingredients

  • 2 dl Möndlur
  • 1 dl Cashewhnetur
  • 1 dl Sólblómafræ
  • 1-2 msk Tacokrydd
  • 2 msk Tómatpúrre
  • 2 msk Repjuolia
  • 2 dl Vatn

Instructions

  • Leggja hnetur og fræ í bleyti í um 1 klst
  • Blanda hnetur, fræ og tacokryddi í matvinnsluvél
  • Hita olíu á pönnu og bæta tómatpúrré og svo hnetublönduna.
  • Hræra og bæta við vatni
  • Elda á hægum hita í ca 5 mínútur

Notes

Uppskrift að tacokryddi: Taco kryddblanda
Categories
Aðalréttur Vegan

Taco kryddblanda

Taco kryddblanda

Ingredients

  • 2 tsk Salt
  • 2 tsk Chilliduft
  • 2 tsk Laukduft
  • 2 tsk Hvítlauksduft
  • 3 msk Papríkuduft
  • 1 msk Cumin
  • 2 msk Oreganó
  • ¼ tsk Cayennepipar

Instructions

  • Blanda öllu saman og geyma í krukku. Nota 1-2 msk í 500 gr af hakki.
Categories
Aðalréttur

Boeuf Bourguignon

Hér er uppskrift að ríflegum skammti af þessari frábæru kássu.

  • 2 kg nautakjöt
  • 2 msk tomatpure
  • 2 msk hveiti ( hægt að sleppa)
  • 1/2 dl balsam edik
  • 4 msk kálfakraftur + 6 dl vatn
  • 1 flaska rödvin, gjarnan Bourgogne
  • 2 beikon bréf
  • 200 g sveppir
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1 dós súrsuðum lauk, c 375 g
  • 1 net af smálauk
  • 4 gulrætur
  • 1 stórt knippi feskur timian
  • smjör fyrir steikingu
  • salt
  • peppar

Skera beikon í ræmur og steikja. Skera sveppi í geira, grófhakka hvítlauk og steikja með í dálitla stund. Bæta við gulrótarbitum, afhýddum lauk og súrsuðum lauk. Setja til hliðar.

Skera kjötið í teninga og brúna í skömmtum. Krydda með salti og pipar. Bæta við tómatpúrre og steikja í nokkrar mínútur. Strá mjölinu yfir og blanda almennilega.

Hella balsam ediki yfir og láta sjóða í nokkrar mínútur. Bæta við kálfakrafti, vatni og rauðvíni. Lækka hitann og sjóða litla stund.

Bæta við beikoni blöndunni og hræra varlega. Toppa með ferskum timian.

Setja steikarpottinn í miðjan ofnin og elda í u.þ.b 2 tíma á 175°C.

Ábending: Þegar afhýða á smálaukana er gott að setja þá í sjóðandi vatn í um 30 sekúndur og skola með köldu vatni, þá verður auðveldara að afhýða þá.

 

Categories
Aðalréttur

Tacohræra

800 g nautahakk
4 tsk tacokrydd ( sjá neðar )
1 dl vatn
2 tómatar, sneiddir
10-20 jalepeno ( má sleppa )
vorlaukur
200 g rjómaostur
3 dl sýrður rjómi
1 msk sambal oelek
1 msk tómatpúrre
rifinn ostur
paprikuduft

Stilla ofninn á 200°C.

Steikja hakk með tacokryddinu. Bæta við vatni og láta malla í nokkrar mínútur. Hella í eldfast mót. Blanda saman rjómaosti, sýrðum rjóma, tómatpúrre og samal oelek. Smyrja þessu yfir hakkið. Raða tómötum , lauk og jalapeno. Strá síðan osti og papríkudufti yfir. Elda í ofninum í ca 15 mínútur.

Bera fram með sýrðum rjóma og salati.

 

Taco Krydd:

4 tsk spiskummin
2 msk paprikuduft
4 tsk hvítlauksduft
4 tsk chilliduft
4 tsk salt
4 tsk laukduft
4 krm cayennepipar
4 tsk oregano

Blanda saman og geyma í loftþéttum umbúðum

 

Categories
Aðalréttur

LCHF Pizza

Þetta er mjög góð uppskrift að LCHF pizzu.

Uppruni: http://56kilo.alltforforaldrar.se/pizza-xtra-allt-lc-lchf/

100 gr rifinn parmesan ostur eða annar álíka póstur
4 egg
0,75 dl rjómi
1 msk fiberhusk
0,5 dl möndlumjöl
0,25 dl kókosmjöl
Örlítið Salt

Hræra saman egg, rjóma, fiberhusk, möndlumjöl og kókosmjöl og blanda svo ostinum saman við.
Láta standa í 5 mínútur þá þykknar deigið.
Smyrja deiginu á bökunarpappír.
Forbaka botninn í ofni við 175 °C í ca 15 mínutur eða þar til ljósbrúnn að lit.

Setja sósu, ost og álegg og baka þar til ostur er bráðinn.