Categories
Aðalréttur

Boeuf Bourguignon

Hér er uppskrift að ríflegum skammti af þessari frábæru kássu.

  • 2 kg nautakjöt
  • 2 msk tomatpure
  • 2 msk hveiti ( hægt að sleppa)
  • 1/2 dl balsam edik
  • 4 msk kálfakraftur + 6 dl vatn
  • 1 flaska rödvin, gjarnan Bourgogne
  • 2 beikon bréf
  • 200 g sveppir
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1 dós súrsuðum lauk, c 375 g
  • 1 net af smálauk
  • 4 gulrætur
  • 1 stórt knippi feskur timian
  • smjör fyrir steikingu
  • salt
  • peppar

Skera beikon í ræmur og steikja. Skera sveppi í geira, grófhakka hvítlauk og steikja með í dálitla stund. Bæta við gulrótarbitum, afhýddum lauk og súrsuðum lauk. Setja til hliðar.

Skera kjötið í teninga og brúna í skömmtum. Krydda með salti og pipar. Bæta við tómatpúrre og steikja í nokkrar mínútur. Strá mjölinu yfir og blanda almennilega.

Hella balsam ediki yfir og láta sjóða í nokkrar mínútur. Bæta við kálfakrafti, vatni og rauðvíni. Lækka hitann og sjóða litla stund.

Bæta við beikoni blöndunni og hræra varlega. Toppa með ferskum timian.

Setja steikarpottinn í miðjan ofnin og elda í u.þ.b 2 tíma á 175°C.

Ábending: Þegar afhýða á smálaukana er gott að setja þá í sjóðandi vatn í um 30 sekúndur og skola með köldu vatni, þá verður auðveldara að afhýða þá.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *