Categories
Brauð Vegan

Kílósúr

Súrdeigsbakstur gerist varla einfaldari með þessari uppskrift. Vill maður njóta súrdeigsbrauðs á laugardagsmorgni. Hrærir í súrdeig þegar komið heim úr vinnunni síðdegis á föstudegi. Hrærir í deig um miðnætti eða fyrir svefninn. Vaknar að morgni og bakar brauðið.

Kílósúr

Einfaldur súrdeigshleifur
Prep Time10 minutes
Cook Time30 minutes
Total Time16 hours
Course: Breakfast
Keyword: Bread, Sourdough

Ingredients

Súrdeig

  • 2 msk súrdeigsgrunnur
  • 1 dl kalt vatn
  • 1 dl rúgmjöl

Deig

  • 1 stk súrdeig
  • 400 gr kalt vatn
  • 600 gr brauðhveiti
  • 1 msk sjávarsalt fínt eða flögur

Instructions

Súrdeig

  • blanda saman súrdeigsgrunni, vatni og rúgmjöl
  • geyma í lokaðri skál í stofuhita í 6-8 tíma

Deig

  • Hella vatni saman við súrdeig og hræra saman
  • Bæta við hveiti og salti
  • Blanda saman með skeið eða sleif
  • Geyma í lokaðri skál í stofuhita í 8-10 tíma

Bakstur

  • HIta ofn i 250°C undir og yfir hita
  • Skafa deig úr skál yfir á hveitistráð borð
  • Bleyta hendur og toga deig út í ferning ( ca 25 x 25 cm )
  • Brjóta inn að miðju frá öllum hliðum, bleyta ef mikið hveiti í brotinu. til að ekki myndist of stórir loftvasar við bakstur
  • Forma brauð og geyma á plötu á meðan ofnin hitnar
  • Snitta brauð þegar ofnin er heitur, hjálpar við þenslu
  • Setja vatn í eldfasta skál sem stungið er með ofninum, gufan hjálpar við myndun skorpu.
  • Baka 15 mínútur
  • Lækka hita í 200°C og hleypa út gufu
  • Baka í 15-20 mínútur. Hægt að mæla með kjötmæli 94-94°C

Video

Categories
Brauð

Hamborgarabraud Brioche

Hamborgarabrauð Brioche
Deig
  1. Ger 25 gr
  2. Smjör 100 gr
  3. Mjólk 3 dl
  4. Egg 1 stk
  5. Salt 1/2 tsk
  6. Sykur 1 msk
  7. Hveiti 420 gr
Penslun
  1. Egg 1 stk
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Instructions
  1. Bræða smjör í potti
  2. Bæta eggi og mjólk út í og hita upp í 37 °C
  3. Mylja ger út í og leysa upp í vökvanum
  4. Bæta við sykri og salti
  5. Hella yfir í hrærivélaskál ( eða bara skál ) og bæta hveitinu við smátt og smátt.
  6. Hræra / hnoða í nokkrar mínútur bæta við hveiti eftir þörfum, deigið á að vera klístrað og ekki of þurft, en ekki of blautt heldur.
  7. Láta hefast í 1 klst undir klút.
  8. Skipta í 12 hluta ca 75-80 grömm hvern.
  9. Mynda kúlur með þvi að rúlla á borði með kúptum lófa.
  10. Setja bökunarplötu með pappír og ýta ofan á kúlur til að fletja aðeins út.
  11. Láta hefast í 1 klst.
  12. Pensla með eggi
  13. Baka við 220 °C í 12 mínútur
Print
Alvöru Matur https://huxa.net/uppskriftir/

Categories
Brauð

Súrdeigsbrauð 2 x 8

Uppskrift að súrdeigsbrauði .
Uppruni http://paindemartin.se/2014/04/det-basta-pa-lange/#more-2092

Kalla þetta 2 x 8 af því að brauðið er látið gerjast tvisvar í ca 8 tíma. Fyrst súrdeigið og svo brauðdeigið.
Hér er uppskrift að súrdeigsgrunni http://wp.me/p5CvtM-1Z.
Uppskriftin gerir ráð að bakað sé í emaljeraðum potti. En ef ekki er til slíkur pottur er hægt að baka bara beint á steini eða ofn plötu, jafnvel eldföstu móti. En þá gæti þurft að lækka hitann fyrr heldur þegar pottur notaður.

Heildarvinna við brauðið er samanlagt aðeins 10 mínútur.
Sjá myndbandið hér : 

Súrdeigsbrauð 2 x 8
Prep Time
10 min
Cook Time
16 hr
Total Time
16 hr
Prep Time
10 min
Cook Time
16 hr
Total Time
16 hr
Súrdeg
  1. 25 g (ca 2 msk) rúgsúrdeigsgrunnur
  2. 100 g (1 dl) vatn
  3. 55 g (1 dl) rúgmjöl
Deig
  1. 155 g rúgsúrdeg (allt nema smá biti sem maður geymir)
  2. 500 g (5 dl) vatn
  3. 750 g brauðhveiti (eða blanda af ólíkum mjöl tegundum)
  4. 15–20 g (ca 1 msk) salt
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Súrdeig
  1. Blanda súrdeigið, loka skál og láta standa í stofuhita þar til deigið er farið að bubbla, 6-10 tíma.
  2. Taka frá 2 msk af súrdeiginu og geyma í kæli í lokuðu íláti fyrir næsta brauð.
Deig
  1. Blanda öllu saman í skál sem tekur minnst 4 ltr. Setja lok eða plastfilmu og láta standa í 6-8 tíma.
  2. Hella deiginu á hveitistráðan klút. Brjóta hliðarnar inn að miðju og rúlla saman þannig að samskeytin snúi niður. Skiptir ekki öllu máli hvernig þetta er gert eða hvernig það lítur út. Brjóta klútinn yfir deigið frá öllum hliðum. Láta lyfta sér í 0.5 - 1 klst í stofuhita.
  3. Stilla ofnin á 250 C ° a.m.k 30 mínútum fyrir bökun.
  4. Velta deiginu úr dúknum yfir í pott. Athuga ef ekki var stráð nægu hveiti á dúkinn mun brauðið klístrast fast og þá bara nota deigsköfu til að skafa það úr dúknum. Setja lokið á og pottinn síðan inn í ofn á grind neðarlega í ofninn. Stilla klukkuna á 30 mínútur.
  5. Lækka hitann i 200 ° C,  taka lokið af pottinum og baka í aðrar 30 mínútur. ( Lika hægt að mæla kjarnhitann med kjötmæli og taka út þegar braudhitinn er 94-98  °C)
  6. Taka pottinn út og hvolfa brauðinu úr og láta kólna.
Print
Alvöru Matur https://huxa.net/uppskriftir/
 

Categories
Brauð

Lítill Súrdeigsgrunnur

Áhrifaríkast er að nota lífrænt ræktað rúgmjöl, þá aukast líkurnar á að súrdeig komist í gang þar sem minni likur á ad það sé buid ad drepa nátturulega gerla mjölinu.

Dagur 1, Kvöld
1 msk Rúgmjöl
2 msk Vatn

Hræra saman mjöli og vatni í krukku, leggja lokið á , ekki skrúfa fast og setja á volgan stað, til dæmis fyrir ofan ískáp. Ef smellu krukka er fint ad taka gúmmí hringinn af og krækja lauslega. Krukkan á nú að standa í 2 sólarhringa fyrir næsta skref, en ágætt að hrista krukkuna aðeins morgna og kvölds.

Dagur 3, Kvöld
1 msk Rúgmjöl

Hræra mjölinu saman við og láta standa yfir nóttina.

Dagur 4, Morgun
2 msk Rúgmjöl
2 msk Vatn

Hræra mjöli og vatni saman við og láta standa yfir daginn.

Dagur 4, Kvöld
Þegar súrdeigið hefur lyft sér, orðið loftfyllt og lítilllega súr lyktandi þá er deigið tilbúið.

Mötun
Súrdeigið geymist léttilega í eina viku í ískáp. Ef maður hefur ekki notað mikið af deiginu þá er hægt að hella megninu og skilja eftir smá í botninum áður en maður matar á ný, annars þarf mun meiri mat.
Mata með 2 msk vatni og 2 msk rúgmjöli. Ef maður bakar mikið þá er bara að blanda meira í sömu hlutföllum.
Eftir mötun er ágætt að koma deiginu í gang áður en sett aftur í kæli. Standa i stofuhita i nokkra tima.

Það er reyndar frekar erfitt að eyðileggja súrdeigsgrunn og hann lifir talsvert lengur en viku. Ef það hefur staðið mjög lengi er hægt að halda eftir einni teskeið og hella restinni og mata svo stubbinn upp á nýtt
Einnig hægt að frysta eða þurrka súrdeigið en þá tekur nokkra daga að koma því af stað á ný.

 

Categories
Brauð

Pizza

Pizza
Pizza

Hráefni:

2,5 dl vatn ( ylvolgt )
25 gr ger ( pressuger ) eða 2,5 tsk þurrger
7   dl hveiti ( brauðhveiti með meira prótíni )
1  tsk salt

Starter:
Leysa gerið upp í um 25 ml af vatninu ásamt 4 msk hveitinu, láta gerjast í ca 30 mínútur.

Deig:
Hella restinni af vatninu út í ásamt hveiti og salti, hnoða þangað til orðið silkimjúkt ( ca 10 mínútur ).
Líka fínt nota krók í hrærivél til að sjá um hnoðunina, ca 5-6 mínútur.
Skipta deiginu í 3 – 4 hluta og mynda kúlur með því að snúa í hringi á hveitibornu borði með báðum höndum.
Eða gera þetta að hætti Napoli búa: https://www.youtube.com/watch?v=ZxFf70__8ls

Setja kúlurnar í bakka eða disk og rakan klút yfir og láta hefast í a.m.k 45 mínutur.

Stilla ofnin á hæsta hita, og helst að setja bökunarstein eins ofarlega og hægt er, þó þannig að hægt sé að koma pízzunum inn á steininn.

Fletja svo út pízzubotna og setja á bökunarpappír.
Setja sósu, ost og álegg.
Renna svo bökunarpappírnum inn á steininn ( eða heita ofnplötu ), þá er gott að hafa einhvert áhald eins og pízzuspaða eða skurðarbretti.
Baka á hæsta hita í 6-7 mínútur eða þar til tilbúinn og áður en eitthvað fer að brenna.

 

Categories
Brauð

Lefsur ( Grillbrauð )

Þetta er með einfaldasta sem hægt er að baka, eða öllu heldur grilla eða steikja á pönnu. Passar frábærlega með grillmat.

5 dl hveiti
2,5 dl súrmjólk ( eða jógúrt )
1-2 msk sýrop
1 tsk matarsódi ( eða hjartarsalt )

Hræra öllu saman í skál og hnoða svo lítillega. Skella í kæliskáp í klukkutíma ef sá tími gefst ( sérstaklega ef notað er hjartarsalt )
Skipta í 12-16 hluta og móta litlar flatar kökur með fingrunum eða kökukefli, ca 0,5-1 cm þykkar og leggja á disk eða plötu.
Gata síðan hverja köku nokkrum sinnum með gaffli. Baka á grilli eða pönnu.

Hér er smá vídeo af Davíð Helga 2ja ára að baka lefsur.

Categories
Brauð Eftirréttur

Tortano

Tími: 1 klst 40 min

Deig

15 g pressuger eða 1 1/2 tsk þurrger
3 dl volgt vatn
2 msk olífuolía
1 msk hunang
1 msk flögusalt
2.5 dl durumhveiti
4 dl brauðhveiti

Fylling:
200 g mozzarella ost
200 g parmaskinka
1 hnefi blandaðar steinlausar ólífur ( má sleppa )
1 búnt fersk basilika

Svona gerum við:

  1. Mylja gerið í skál og leysa upp með vatninu. Blanda ólífuolíu, hunangi og flögusalti.
  2. Hræra hveitinu við í smáum skömmtum þar til deigið þéttist og losnar frá skálinni.
  3. Láta hefast í skálinni með loki eða bökunarklút i um 30 mínútur.
  4. Hella deiginu á borð og teygja og mynda þannig ferhynding um 1 sentimetra að þykkt, ekki nota kefli því
    þá þrýstist allt loft úr.
  5. Sneiða mozzarella ost og strá ásamt parmaskinku, ólífum og basiliku yfir deigið.
  6. Pensla ystu brún deigsins með vatni og rúlla upp deiginu og mynda krans. Þrýsta saman endunum.
  7. Leggja kransinn á bökunarplötu með bökunarpappír og láta hefast undir klút í um 30 mínutur. Setja ofninn á 250 °C.
  8. Setja plötuna í ofninn og lækka hitann í 200°C, baka í 20-25 mínútur og láta kólna á grind.
Categories
Brauð

Focaccia að hætti Leilu

Innihald fyrir tvö brauð

25 gr pressuger ( 2,5 tsk þurrger )
3 dl volgt vatn
1/2 dl olífuolía
2 msk hunang
1 msk flögu salt
7-8 dl brauðhveiti
Olífuolía og salt til að setja ofan á

  1. Setja ger í skál og blanda vatni, ólífuolíu , hunangi og flögusalti.
  2. Bæta hveitinu við í smáum skömmtum og vinna deig í um 5 mínútur
  3. Láta deig hefast undir viskustykki þar til hefur tvöfaldast að stærð, ca 45 mínútur
  4. Setja ofninn á 225 gráður
  5. Hella deiginu á hveitiborið borð og skipta í tvo jafna hluta og forma tvo bolta.
    Fletja út í um 1,5 cm þykka.
  6. Skvetta smá olíu á plötu ( eða á bökunarpappír á plötu ) og strá smá flögusalti yfir. Leggja deigið á og láta hefast að tvöfaldri stærð, ca 30 mínutur.
  7. Pota í deigið með öllum fingrum annarrar handar þannig að holur myndist útum allt deigið.
    Skvetta ríflega með Ólífuolíu yfir og strá flögusalti yfir.
    Setja svo annað álegg ( sjá neðar ).
  8. Baka brauðin gullin brún í miðjum ofni, ca 10 mínútur
Rauðlauks-focaccia ( 2 brauð )
1 stk uppskrift foccacia deig
3 stk rauðlaukar
Laukur skorin í þunnar sneiðar og dreift yfir brauðið áður en holur myndaðar og ólífuolía og salt sett yfir.
Tómata og Basilíku – focaccia
1. stk uppskrift focaccia deig
1. pakki kirsuberjatómatar
1. pakki basilika
Gera holur í degiið , setja tómata og basiliku og svo olíu og salt.
Rósmarín- focaccia
1. stk uppskrift focaccia deig
5 greinar fersk rósmarín
Merja rósmarín greinarnar í morteli, setja smá olíu með og merja. Búa til holurnar, setja rósmarín-olíuna yfir og svo salt.
Categories
Brauð

Einfaldur Hleifur

Brauðhleifur

Hér kemur uppskrift að einföldum brauðhleif og tekur um 4 tíma að gera en með lágmarks vinnu þar sem aðeins er verið að hræra og teygja deigið stöku sinnum. Á myndunum sem fylgja hefur uppskriftin verið tvöfölduð og því frekar stór hleifur.

Einnig hægt að minnka gerið og láta deigið vinna sig sjálft yfir nótt. Þá þarf aðeins þriðjung af gerinu ( ca 3 gr eða 1/3 tsk ). Sjá einnig uppskrift að einföldum baguette brauðum.

10 gr pressuger eða 1 tsk þurrger.
300 gr ( 3 dl ) kallt vatn
390 gr ( 6 1/2 dl ) hveiti
6 – 9 gr ( 1 – 1 1/2 tsk ) salt

  1. Setja vatn og ger í skál og leysa upp gerið.
  2. Setja svo hveiti og salt. Hræra saman með sleif í stutta stund. Deigið er frekar blautt og á ekki að hnoða. Setja lok yfir skál eða bökunardúk.
  3. Eftir 30 mínútur teygja á deiginu. Það er gert með þvi að bleyta vel hendur og grípa í deigið og toga upp úr skálinni þannig að teygist á því, og leggja aftur ofan í skálina, snúa skálinni og endurtaka nokkrum sinnum allan hringinn. Láta standa í aðrar 30 mínútur og teygja aftur, og svo í þriðja sinn.
  4. Eftir síðastu teygju er deigið látið hefast í 60 mínútur í skálinni.
  5. Setja ofninn á hæsta hitastig ( 250 – 275°C) með bökunarplötu eða bökunarstein í miðjum ofni. Og aðra plötu neðst í ofninn ( fyrir klaka eða vatn sem gufugjafa ).
  6. Hella deiginu á hveitistráð borð og toga varlega í hornin og mynda ferhynding ca 30 x 30 cm. Brjóta saman alla hliðar inn að miðju og mynda þannig böggul. Snúa bögglinum við þannig að samskeytin snúi niður svo spennan haldist og gliðni síður í sundur. Láta deigið hefast á borðinu í um 30-45 mínútur undir bökunardúk.
  7. Færa yfir á bökunarpappir ofan á bretti þannig að auðvelt sé að renna inn í ofninn. Renna deiginu inn í ofninn á miðplötuna og skella nokkrum klökum ( 5-6 stk ) á  neðri plötuna. Gufan af klökunum mun gera skorpuna harðari. Hægt er að snúa samskeytunum upp til að leyfa brauðinu að springa að ofan, eða að skera rákir til að brauðið springi ekki þegar það þenst út við baksturinn.
  8. Baka við hæsta hita í um 15 mínútur eða þar til brauðið er orðið fallegt á litinn, hleypa gufu út, lækka þá hitastigið í 200°C og baka í 15-20 mínútur eða þar til kjarnahitastig er um 94-98°C ( gott að mæla með kjöthitamæli )
  9. Taka út og láta kólna á grind.

Fullhefað

Strá hveiti á borð

Hella deiginu úr skálinni

Teygja í ferhyrning

Brjóta ofan frá

Brjóta neðan frá

Brjóta frá vinstri

Brjóta frá hægri

Snúa brotinu niður

Hefa undir dúk

Tilbúið til baksturs

Skera rákir

Inní ofn ásamt klaka

Sleppa út gufu

Hitamæling

Brauðhleifur kældur

Athugið að það er einfalt að skipta út hluta af hveitinu og setja annarskonar mjöl í staðinn. Sumar mjöltegundir eru eðlisþyngri og þarf því að hafa það í huga þegar maður breytir mjöl samsetningunni. Ágætt að setja fyrst hveitið og hræra svo smátt og smátt annari mjöl tegund þar til réttri áferð náð, sem er frekar blaut, en ekki of 🙂

Categories
Brauð

Loftbólubrauð

Gefur eitt stórt eða tvö minni brauð með stórum loftbólum.

Dagur 1
100 gr ( 1 dl ) Hveitisúrdeigsgrunnur
200 gr ( 2 dl ) Volgt vatn
150 gr ( 2 1/2 dl ) Hveiti
50 gr ( 1 dl ) Rúgmjöl

Hræra saman súrdeigsgrunni, vatni og mjöli í stórri skál. Loka skál með loki eða plastfilmu og láta standa yfir nótt á hlýjum stað.

Dagur 2
Súrdeigið  frá gærdeginum
450 gr ( 4 1/2 dl ) Vatn
750 gr ( 12 1/2 dl ) Hveiti
20 gr ( 1 msk ) Salt

Setja allt nema salt í hrærivél og hræra með krók í 8 mínútur , 5 mínútur hægt , 3 mínútur hraðar. Setja svo saltið og hræra í aðrar 2 mínútur. Deigið á að vera teygjanlegt og losna aðeins frá skálinni. Ef ekki þá hægt að láta standa í 5 mínutur og hræra svo í nokkrar mínútur til viðbótar.

Smyrja plastkassa ( ca 10 lítra ) með olíu og hella deiginu í kassann og loka. Láta deigið hefast að tvöfaldri stærð sem getur tekið 4-6 tíma. Brjóta saman deigið þrisvar á meðan það hefast, fyrst eftir 1 tíma svo á 30 mínutna fresti. Það er gert með því að bleyta hendurnar og brjóta deigið frá öllum hliðum inn að miðju. Ágætt að taka í hverja hlið og teygja aðeins út og leggja svo yfir miðjuna.

Setja ofninn á 275°C. Setja plötu eða bökunarstein í miðjan ofninn og plötu neðst. Hvolfa deiginu á hveitistráð borð og skipta deiginu í tvennt ef gera á tvö brauð. Draga hornin út og mynda ferhyrning ( ca 20 x 30 cm ) og brjóta saman á lengdina. Láta samskeytin vera á hliðinni og lyfta varlega yfir á bökunarpappír.

Setja brauðið í ofninn og nokkra ísmola á neðstu plötuna. Lækka strax í 250°C. Lækka svo í 200°C eftir 15 mínútur og hleypa gufu út. Hleypa svo út gufu á 5 mínútna fresti. Taka út brauðið eftir 30-35 mínútur eða þegar hitastigið er 94°C í miðju brauðinu. Láta kólna á grind.