Categories
Brauð Eftirréttur

Tortano

Tími: 1 klst 40 min

Deig

15 g pressuger eða 1 1/2 tsk þurrger
3 dl volgt vatn
2 msk olífuolía
1 msk hunang
1 msk flögusalt
2.5 dl durumhveiti
4 dl brauðhveiti

Fylling:
200 g mozzarella ost
200 g parmaskinka
1 hnefi blandaðar steinlausar ólífur ( má sleppa )
1 búnt fersk basilika

Svona gerum við:

  1. Mylja gerið í skál og leysa upp með vatninu. Blanda ólífuolíu, hunangi og flögusalti.
  2. Hræra hveitinu við í smáum skömmtum þar til deigið þéttist og losnar frá skálinni.
  3. Láta hefast í skálinni með loki eða bökunarklút i um 30 mínútur.
  4. Hella deiginu á borð og teygja og mynda þannig ferhynding um 1 sentimetra að þykkt, ekki nota kefli því
    þá þrýstist allt loft úr.
  5. Sneiða mozzarella ost og strá ásamt parmaskinku, ólífum og basiliku yfir deigið.
  6. Pensla ystu brún deigsins með vatni og rúlla upp deiginu og mynda krans. Þrýsta saman endunum.
  7. Leggja kransinn á bökunarplötu með bökunarpappír og láta hefast undir klút í um 30 mínutur. Setja ofninn á 250 °C.
  8. Setja plötuna í ofninn og lækka hitann í 200°C, baka í 20-25 mínútur og láta kólna á grind.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *