Categories
Brauð

Pizza

Pizza
Pizza

Hráefni:

2,5 dl vatn ( ylvolgt )
25 gr ger ( pressuger ) eða 2,5 tsk þurrger
7   dl hveiti ( brauðhveiti með meira prótíni )
1  tsk salt

Starter:
Leysa gerið upp í um 25 ml af vatninu ásamt 4 msk hveitinu, láta gerjast í ca 30 mínútur.

Deig:
Hella restinni af vatninu út í ásamt hveiti og salti, hnoða þangað til orðið silkimjúkt ( ca 10 mínútur ).
Líka fínt nota krók í hrærivél til að sjá um hnoðunina, ca 5-6 mínútur.
Skipta deiginu í 3 – 4 hluta og mynda kúlur með því að snúa í hringi á hveitibornu borði með báðum höndum.
Eða gera þetta að hætti Napoli búa: https://www.youtube.com/watch?v=ZxFf70__8ls

Setja kúlurnar í bakka eða disk og rakan klút yfir og láta hefast í a.m.k 45 mínutur.

Stilla ofnin á hæsta hita, og helst að setja bökunarstein eins ofarlega og hægt er, þó þannig að hægt sé að koma pízzunum inn á steininn.

Fletja svo út pízzubotna og setja á bökunarpappír.
Setja sósu, ost og álegg.
Renna svo bökunarpappírnum inn á steininn ( eða heita ofnplötu ), þá er gott að hafa einhvert áhald eins og pízzuspaða eða skurðarbretti.
Baka á hæsta hita í 6-7 mínútur eða þar til tilbúinn og áður en eitthvað fer að brenna.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *