Categories
Brauð

Lítill Súrdeigsgrunnur

Áhrifaríkast er að nota lífrænt ræktað rúgmjöl, þá aukast líkurnar á að súrdeig komist í gang þar sem minni likur á ad það sé buid ad drepa nátturulega gerla mjölinu.

Dagur 1, Kvöld
1 msk Rúgmjöl
2 msk Vatn

Hræra saman mjöli og vatni í krukku, leggja lokið á , ekki skrúfa fast og setja á volgan stað, til dæmis fyrir ofan ískáp. Ef smellu krukka er fint ad taka gúmmí hringinn af og krækja lauslega. Krukkan á nú að standa í 2 sólarhringa fyrir næsta skref, en ágætt að hrista krukkuna aðeins morgna og kvölds.

Dagur 3, Kvöld
1 msk Rúgmjöl

Hræra mjölinu saman við og láta standa yfir nóttina.

Dagur 4, Morgun
2 msk Rúgmjöl
2 msk Vatn

Hræra mjöli og vatni saman við og láta standa yfir daginn.

Dagur 4, Kvöld
Þegar súrdeigið hefur lyft sér, orðið loftfyllt og lítilllega súr lyktandi þá er deigið tilbúið.

Mötun
Súrdeigið geymist léttilega í eina viku í ískáp. Ef maður hefur ekki notað mikið af deiginu þá er hægt að hella megninu og skilja eftir smá í botninum áður en maður matar á ný, annars þarf mun meiri mat.
Mata með 2 msk vatni og 2 msk rúgmjöli. Ef maður bakar mikið þá er bara að blanda meira í sömu hlutföllum.
Eftir mötun er ágætt að koma deiginu í gang áður en sett aftur í kæli. Standa i stofuhita i nokkra tima.

Það er reyndar frekar erfitt að eyðileggja súrdeigsgrunn og hann lifir talsvert lengur en viku. Ef það hefur staðið mjög lengi er hægt að halda eftir einni teskeið og hella restinni og mata svo stubbinn upp á nýtt
Einnig hægt að frysta eða þurrka súrdeigið en þá tekur nokkra daga að koma því af stað á ný.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *