Categories
Brauð Vegan

Kílósúr

Súrdeigsbakstur gerist varla einfaldari með þessari uppskrift. Vill maður njóta súrdeigsbrauðs á laugardagsmorgni. Hrærir í súrdeig þegar komið heim úr vinnunni síðdegis á föstudegi. Hrærir í deig um miðnætti eða fyrir svefninn. Vaknar að morgni og bakar brauðið.

Kílósúr

Einfaldur súrdeigshleifur
Prep Time 10 minutes
Cook Time 30 minutes
Total Time 16 hours
Course Breakfast

Ingredients
  

Súrdeig

  • 2 msk súrdeigsgrunnur
  • 1 dl kalt vatn
  • 1 dl rúgmjöl

Deig

  • 1 stk súrdeig
  • 400 gr kalt vatn
  • 600 gr brauðhveiti
  • 1 msk sjávarsalt fínt eða flögur

Instructions
 

Súrdeig

  • blanda saman súrdeigsgrunni, vatni og rúgmjöl
  • geyma í lokaðri skál í stofuhita í 6-8 tíma

Deig

  • Hella vatni saman við súrdeig og hræra saman
  • Bæta við hveiti og salti
  • Blanda saman með skeið eða sleif
  • Geyma í lokaðri skál í stofuhita í 8-10 tíma

Bakstur

  • HIta ofn i 250°C undir og yfir hita
  • Skafa deig úr skál yfir á hveitistráð borð
  • Bleyta hendur og toga deig út í ferning ( ca 25 x 25 cm )
  • Brjóta inn að miðju frá öllum hliðum, bleyta ef mikið hveiti í brotinu. til að ekki myndist of stórir loftvasar við bakstur
  • Forma brauð og geyma á plötu á meðan ofnin hitnar
  • Snitta brauð þegar ofnin er heitur, hjálpar við þenslu
  • Setja vatn í eldfasta skál sem stungið er með ofninum, gufan hjálpar við myndun skorpu.
  • Baka 15 mínútur
  • Lækka hita í 200°C og hleypa út gufu
  • Baka í 15-20 mínútur. Hægt að mæla með kjötmæli 94-94°C

Video

Keyword Bread, Sourdough

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Recipe Rating