Categories
Brauð

Súrdeigsbrauð 2 x 8

Uppskrift að súrdeigsbrauði .
Uppruni http://paindemartin.se/2014/04/det-basta-pa-lange/#more-2092

Kalla þetta 2 x 8 af því að brauðið er látið gerjast tvisvar í ca 8 tíma. Fyrst súrdeigið og svo brauðdeigið.
Hér er uppskrift að súrdeigsgrunni http://wp.me/p5CvtM-1Z.
Uppskriftin gerir ráð að bakað sé í emaljeraðum potti. En ef ekki er til slíkur pottur er hægt að baka bara beint á steini eða ofn plötu, jafnvel eldföstu móti. En þá gæti þurft að lækka hitann fyrr heldur þegar pottur notaður.

Heildarvinna við brauðið er samanlagt aðeins 10 mínútur.
Sjá myndbandið hér : 

Súrdeigsbrauð 2 x 8
Prep Time
10 min
Cook Time
16 hr
Total Time
16 hr
Prep Time
10 min
Cook Time
16 hr
Total Time
16 hr
Súrdeg
  1. 25 g (ca 2 msk) rúgsúrdeigsgrunnur
  2. 100 g (1 dl) vatn
  3. 55 g (1 dl) rúgmjöl
Deig
  1. 155 g rúgsúrdeg (allt nema smá biti sem maður geymir)
  2. 500 g (5 dl) vatn
  3. 750 g brauðhveiti (eða blanda af ólíkum mjöl tegundum)
  4. 15–20 g (ca 1 msk) salt
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Súrdeig
  1. Blanda súrdeigið, loka skál og láta standa í stofuhita þar til deigið er farið að bubbla, 6-10 tíma.
  2. Taka frá 2 msk af súrdeiginu og geyma í kæli í lokuðu íláti fyrir næsta brauð.
Deig
  1. Blanda öllu saman í skál sem tekur minnst 4 ltr. Setja lok eða plastfilmu og láta standa í 6-8 tíma.
  2. Hella deiginu á hveitistráðan klút. Brjóta hliðarnar inn að miðju og rúlla saman þannig að samskeytin snúi niður. Skiptir ekki öllu máli hvernig þetta er gert eða hvernig það lítur út. Brjóta klútinn yfir deigið frá öllum hliðum. Láta lyfta sér í 0.5 - 1 klst í stofuhita.
  3. Stilla ofnin á 250 C ° a.m.k 30 mínútum fyrir bökun.
  4. Velta deiginu úr dúknum yfir í pott. Athuga ef ekki var stráð nægu hveiti á dúkinn mun brauðið klístrast fast og þá bara nota deigsköfu til að skafa það úr dúknum. Setja lokið á og pottinn síðan inn í ofn á grind neðarlega í ofninn. Stilla klukkuna á 30 mínútur.
  5. Lækka hitann i 200 ° C,  taka lokið af pottinum og baka í aðrar 30 mínútur. ( Lika hægt að mæla kjarnhitann med kjötmæli og taka út þegar braudhitinn er 94-98  °C)
  6. Taka pottinn út og hvolfa brauðinu úr og láta kólna.
Print
Alvöru Matur https://huxa.net/uppskriftir/

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *