Categories
Brauð

Einfaldur Hleifur

Brauðhleifur

Hér kemur uppskrift að einföldum brauðhleif og tekur um 4 tíma að gera en með lágmarks vinnu þar sem aðeins er verið að hræra og teygja deigið stöku sinnum. Á myndunum sem fylgja hefur uppskriftin verið tvöfölduð og því frekar stór hleifur.

Einnig hægt að minnka gerið og láta deigið vinna sig sjálft yfir nótt. Þá þarf aðeins þriðjung af gerinu ( ca 3 gr eða 1/3 tsk ). Sjá einnig uppskrift að einföldum baguette brauðum.

10 gr pressuger eða 1 tsk þurrger.
300 gr ( 3 dl ) kallt vatn
390 gr ( 6 1/2 dl ) hveiti
6 – 9 gr ( 1 – 1 1/2 tsk ) salt

  1. Setja vatn og ger í skál og leysa upp gerið.
  2. Setja svo hveiti og salt. Hræra saman með sleif í stutta stund. Deigið er frekar blautt og á ekki að hnoða. Setja lok yfir skál eða bökunardúk.
  3. Eftir 30 mínútur teygja á deiginu. Það er gert með þvi að bleyta vel hendur og grípa í deigið og toga upp úr skálinni þannig að teygist á því, og leggja aftur ofan í skálina, snúa skálinni og endurtaka nokkrum sinnum allan hringinn. Láta standa í aðrar 30 mínútur og teygja aftur, og svo í þriðja sinn.
  4. Eftir síðastu teygju er deigið látið hefast í 60 mínútur í skálinni.
  5. Setja ofninn á hæsta hitastig ( 250 – 275°C) með bökunarplötu eða bökunarstein í miðjum ofni. Og aðra plötu neðst í ofninn ( fyrir klaka eða vatn sem gufugjafa ).
  6. Hella deiginu á hveitistráð borð og toga varlega í hornin og mynda ferhynding ca 30 x 30 cm. Brjóta saman alla hliðar inn að miðju og mynda þannig böggul. Snúa bögglinum við þannig að samskeytin snúi niður svo spennan haldist og gliðni síður í sundur. Láta deigið hefast á borðinu í um 30-45 mínútur undir bökunardúk.
  7. Færa yfir á bökunarpappir ofan á bretti þannig að auðvelt sé að renna inn í ofninn. Renna deiginu inn í ofninn á miðplötuna og skella nokkrum klökum ( 5-6 stk ) á  neðri plötuna. Gufan af klökunum mun gera skorpuna harðari. Hægt er að snúa samskeytunum upp til að leyfa brauðinu að springa að ofan, eða að skera rákir til að brauðið springi ekki þegar það þenst út við baksturinn.
  8. Baka við hæsta hita í um 15 mínútur eða þar til brauðið er orðið fallegt á litinn, hleypa gufu út, lækka þá hitastigið í 200°C og baka í 15-20 mínútur eða þar til kjarnahitastig er um 94-98°C ( gott að mæla með kjöthitamæli )
  9. Taka út og láta kólna á grind.

Fullhefað

Strá hveiti á borð

Hella deiginu úr skálinni

Teygja í ferhyrning

Brjóta ofan frá

Brjóta neðan frá

Brjóta frá vinstri

Brjóta frá hægri

Snúa brotinu niður

Hefa undir dúk

Tilbúið til baksturs

Skera rákir

Inní ofn ásamt klaka

Sleppa út gufu

Hitamæling

Brauðhleifur kældur

Athugið að það er einfalt að skipta út hluta af hveitinu og setja annarskonar mjöl í staðinn. Sumar mjöltegundir eru eðlisþyngri og þarf því að hafa það í huga þegar maður breytir mjöl samsetningunni. Ágætt að setja fyrst hveitið og hræra svo smátt og smátt annari mjöl tegund þar til réttri áferð náð, sem er frekar blaut, en ekki of 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *