
Pizzudeig Biga
Pizza með Biga fordeigi sem gefur aukið bragð og hefunarkraft
Ingredients
Biga Fordeig
- 500 ml Vatn ískallt
- 1000 gr Hveiti kallt prótínríkt brauðhveiti
- 3 gr Þurrger
Biga Deig
- 1 stk Biga fordeig
- 1000 gr Hveiti prótínríkt brauðhveiti
- 1000 gr Vatn ískallt
- 3 gr Þurrger
- 60 gr Sjávarsalt
Instructions
Biga Fordeig
- Setja kallt hveiti í skál eða kassa með loki. Hægt að skella hveitinu í frysti í smástund áður.
- Blanda þurrgeri vel saman við ískallt vatnið.
- Hella vatninu yfir hveitið og loka ílátinu
- Hrista saman efnin með því að færa ílátið fram og tilbaka á borðinu þar jafnir kekkir hafa myndast ( ca 60 sekúndur )
- Setja lokaða ílátið í kæli í 24 tíma
Biga Deig
- Setja fordeig í hærivél með deigkrók
- Bæta hveiti og þurrgeri út í
- Bæta 500 ml af vatninu út í
- Blanda saltinu í afganginn af vatninu ( 500 ml) án þess að setja það í skálina strax
- Byrja að hnoða deigið á lágum hraða, deigið er mjög þurrt á þessum tímapunkti.
- Eftir nokkrar mínútur byrja að láta saltvattnið rigna í smáum skömmtum yfir deigið, t.d. 50 ml í senn og láta það blandast vel í nokkrar mínútur áður en næsti 50 ml skammtur er látinn rigna yfir deigið meðan það hnoðast. Gert þar til allt vatnið er komið í og deigið orðið silkimjúkt og frekar blautt. Þessi aðferð gefur sterka glúten strengi og flottar loftbólur í skorpunni. Ætti að taka 15-20 mínútur í heild.
- Leggja deigið í olíuborna skál, plasta og láta standa í 30-60 mínútur í stofuhita.
- Hvolfa deiginu á borðið og skipta upp í kúlur t.d. 280-300 gr per kúlu
- Rúlla kúlurnar þannig að spenna myndist og leggja í hefunarkassa í 1-2 tíma í stofuhita
- Baka pizzur
Notes
Þetta er frekar stór uppskrift, ætti að duga í 12 deigkúlur.
Það er of erfitt fyrir týpíska hrærivél að hnoða allt deigið, og mæli því með að skipta því upp. Afgangs kúlur er einfalt að frysta, pensla smá olíu á deigið og smeygja því í poka og inn í frysti. Taka svo út nokkrum tímum fyrir notkun.
Það er of erfitt fyrir týpíska hrærivél að hnoða allt deigið, og mæli því með að skipta því upp. Afgangs kúlur er einfalt að frysta, pensla smá olíu á deigið og smeygja því í poka og inn í frysti. Taka svo út nokkrum tímum fyrir notkun.