Categories
Brauð

Einföld baquette

Dagur 1, kvöld

3 gr ferskt ger ( pressuger ) eða 1/3 tsk þurrger.
300 gr ( 3 dl ) kallt vatn
390 gr ( 6 1/2 dl ) hveiti
9 gr ( 1 1/2 tsk ) salt

Setja vatn og ger í skál og leysa upp gerið. Setja svo hveiti og salt. Hræra saman með sleif í stutta stund. Deigið er frekar blautt og á ekki að hnoða. Setja lok yfir skál og láta hefast yfir nótt.

Dagur 2, morgun

Stilla ofninn á 275°C og setja plötu í miðjan ofninn eða bökunarstein og plötu neðst í ofninn. Hella deiginu varlega á hveitistráð borð og toga varlega í hornin og búa til ferhyrning ca 30 x 30 cm. Brjóta saman allar hliðar inn að miðju og mynda þannig böggul. Láta deigið hefast á borðinu 30-45 mínutur. Nú ætti deigið að vera mjúkt og loftkennt. Skipta deiginu með spaða eða álíka verkfæri  í þrjá renninga. Toga og snúa hvern renning og leggja á bökunarpappír. Renna pappírnum ( af plötu ) á miðjuplötuna í ofninum og smá skvettu af vatni eða nokkrum klökum á botnplötuna. Baka í 15-20 mínútur eða þar til fallegt á litinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *