Categories
Meðlæti

Blómkálsrisotto

150 gr halloumi

1 gulrót rifin

5 dl rifið blómkál

1 dl rjómi

salt og pipar

1 söxuð paprika

1 saxaður laukur

skera halloumiostinn í bita og steikja í smá smjöri. Bæta út í rifinni gulrót og blómkáli og steikja í smá stund. Hella rjómanum út í og láta malla á lágum hita í nokkrar mínútur. Bæta svo lauk og papriku út og sjóða í smá tíma í viðbót.

Categories
Morgunmatur

Pönnukaka með fræjum

2-3 egg háð stærð

2 msk kotasæla

1 msk sólblómafræ

1 msk sesamfræ

2 msk kókosmjöl

bragðefni t.d. kanel, vanilla eða kardemomma

Þeyta saman þar til jafnt eggjadeig.

Hita kókosolíu eða smjör helst á lítilli pönnu og hella deiginu út í. Elda við meðal hita nokkrar mínútur á hvorri hlið.

Berist fram t.d. með grískri jógurt blandaðri við þeyttan rjóma og dreifa berjum ofan á ferskum eða frystum. EF til er sukrin má sáldra smá svoleiðis yfir til að fá sætu. Einnig hægt að blanda smá hunangi út í jógúrtina/rjómann.

Uppáhaldsmorgunverður hjá mer

Categories
Meðlæti

Brokkolímús

Gufussjóða 500 gr af fersku brokkolí ( 250 gr dugar fyrir 2), passa bara að skera stilkinn smátt svo hann sé jafnfljótur að soðna og restin

Blanda saman brokkolí og  smá af vökva sem er eftir í potti eftir suðuna.

1 dl rjómi

salt og pipar

Keyra í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til þú hefur fengið þá áferð sem þú ert sátt/sáttur við.

Má bragðbæta t.d. með parmesan osti eða einhverskonar rjómaosti

Passa sig að bera fram vel heitt.

Categories
Meðlæti

Blómkálshrísgrjón

1 blómkálshaus rifinn á grófu rifjárni

Hita smjör eða olíu á pönnu og steikja blómkálið þangað til glansandi og aðeins mjúkt, kannski 5 minútur á meðalhita.

Bragðbæta með salti og pipar.

Líka hægt að setja út í chili, lime og kóríander  eða basil og tómata etc..