Categories
Eftirréttur LCHF Morgunmatur

Möndlupönnukökur

Góðar LCHF pönnukökur sem eru aðeins þykkari en venjulegar pönnukökur og minna helst á amerískar pönnukökur. Fínt að bera fram með tyrkneskri jógúrt og berjum eða þeyttum rjóma og bræddu súkkulaði ( namm )

3 pönnukökur:

1 dl möndlumjöl
1 dl rjómi
2 egg
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk fiberhusk
smá salt

Hræra saman hráefnin, hægt að gera með töfrasprota.
Steikja á lágum til meðalháum hita með  nægu smjöri eða kókosolíu.
Pönnukökur án hveitis þurfa lengri tíma.

Categories
Meðlæti

Tómatsósa

Hér er uppskrift að bragðgóðri tómatsósu.
Uppruni: http://www.instructables.com/id/Ketchup-Catsup-Recipe/
  • 350 ml tómatpúrre ( hef notað tvær dósir  af maukuðum tómötum og sleppi þá vatninu)
  • 1/2 bolli edik
  • 4 msk hrásykur
  • 1 msk hvítlauksduft
  • 1 msk laukduft
  • 1/4 tsk season all/ allspice
  • 1 tsk salt
  • 1 teaspoon melassi
  • 1 teaspoon agave sýrop
  • 2 1/2 bolli vatn

Öllu skellt í pott og láta suðu koma upp, lækka undir og láta malla í ca 1,5 -2 tíma.
Hella í hreinar flöskur.

Categories
Aðalréttur

Tacohræra

800 g nautahakk
4 tsk tacokrydd ( sjá neðar )
1 dl vatn
2 tómatar, sneiddir
10-20 jalepeno ( má sleppa )
vorlaukur
200 g rjómaostur
3 dl sýrður rjómi
1 msk sambal oelek
1 msk tómatpúrre
rifinn ostur
paprikuduft

Stilla ofninn á 200°C.

Steikja hakk með tacokryddinu. Bæta við vatni og láta malla í nokkrar mínútur. Hella í eldfast mót. Blanda saman rjómaosti, sýrðum rjóma, tómatpúrre og samal oelek. Smyrja þessu yfir hakkið. Raða tómötum , lauk og jalapeno. Strá síðan osti og papríkudufti yfir. Elda í ofninum í ca 15 mínútur.

Bera fram með sýrðum rjóma og salati.

 

Taco Krydd:

4 tsk spiskummin
2 msk paprikuduft
4 tsk hvítlauksduft
4 tsk chilliduft
4 tsk salt
4 tsk laukduft
4 krm cayennepipar
4 tsk oregano

Blanda saman og geyma í loftþéttum umbúðum

 

Categories
Aðalréttur

LCHF Pizza

Þetta er mjög góð uppskrift að LCHF pizzu.

Uppruni: http://56kilo.alltforforaldrar.se/pizza-xtra-allt-lc-lchf/

100 gr rifinn parmesan ostur eða annar álíka póstur
4 egg
0,75 dl rjómi
1 msk fiberhusk
0,5 dl möndlumjöl
0,25 dl kókosmjöl
Örlítið Salt

Hræra saman egg, rjóma, fiberhusk, möndlumjöl og kókosmjöl og blanda svo ostinum saman við.
Láta standa í 5 mínútur þá þykknar deigið.
Smyrja deiginu á bökunarpappír.
Forbaka botninn í ofni við 175 °C í ca 15 mínutur eða þar til ljósbrúnn að lit.

Setja sósu, ost og álegg og baka þar til ostur er bráðinn.

Categories
Eftirréttur

Súkkulaðimús

6 skammtar:

200 g dökkt súkkulaði, minst 70 %, má vera meira en  80 %

1 eggjarauða

1 krm salt

0,5 dl bráðin kókosolía (bráðnar við 24 °C)

1-2 tsk rifin appelsínuhýði (má sleppa)

5 dl léttþeyttur rjómi

Svona gerir maður: Brytja súkkulaði í skál og bræða yfir vatnsbaði. Blanda eggjarauðu, salti og appelsínuhýði í skál. Hræra varlega kókosolíunni saman við. Bæta við brædda súkkulaðinu og hræra. Þeyta rjómann létt þannig að hann sé þykkfljótandi, ekki of stífur. Hella rjómanum yfir súkkulaðiblönduna og hræra mjög varlega. Setja í litlar skálar eða eina stóra skál. Setja í kæli minnst 1 klst fyrir neyslu.

Taka úr kæli 15 mínútum fyrir neyslu og skreyta með bromberum og klípu af þeyttum rjóma.

Categories
Morgunmatur

Eggjahræra

3 egg
2 msk rjómi
1 msk smjör
salt
pipar

Kveikja undir pönnu , skella smjörinu á pönnuna. Hræra saman egg, rjóma og salta og pipra.
Hella á pönnu og hræra stöðugt þar til hæran er orðin hæfilega steikt.
Skella á disk og borða.

Gott að sneiða ost og setja ofan á heita hræruna.
Einnig gott að setja klípu af smjöri,
Skinkusneið eða lifrarkæfu ( nammi )

 

Categories
Brauð

Loftbólubrauð

Gefur eitt stórt eða tvö minni brauð með stórum loftbólum.

Dagur 1
100 gr ( 1 dl ) Hveitisúrdeigsgrunnur
200 gr ( 2 dl ) Volgt vatn
150 gr ( 2 1/2 dl ) Hveiti
50 gr ( 1 dl ) Rúgmjöl

Hræra saman súrdeigsgrunni, vatni og mjöli í stórri skál. Loka skál með loki eða plastfilmu og láta standa yfir nótt á hlýjum stað.

Dagur 2
Súrdeigið  frá gærdeginum
450 gr ( 4 1/2 dl ) Vatn
750 gr ( 12 1/2 dl ) Hveiti
20 gr ( 1 msk ) Salt

Setja allt nema salt í hrærivél og hræra með krók í 8 mínútur , 5 mínútur hægt , 3 mínútur hraðar. Setja svo saltið og hræra í aðrar 2 mínútur. Deigið á að vera teygjanlegt og losna aðeins frá skálinni. Ef ekki þá hægt að láta standa í 5 mínutur og hræra svo í nokkrar mínútur til viðbótar.

Smyrja plastkassa ( ca 10 lítra ) með olíu og hella deiginu í kassann og loka. Láta deigið hefast að tvöfaldri stærð sem getur tekið 4-6 tíma. Brjóta saman deigið þrisvar á meðan það hefast, fyrst eftir 1 tíma svo á 30 mínutna fresti. Það er gert með því að bleyta hendurnar og brjóta deigið frá öllum hliðum inn að miðju. Ágætt að taka í hverja hlið og teygja aðeins út og leggja svo yfir miðjuna.

Setja ofninn á 275°C. Setja plötu eða bökunarstein í miðjan ofninn og plötu neðst. Hvolfa deiginu á hveitistráð borð og skipta deiginu í tvennt ef gera á tvö brauð. Draga hornin út og mynda ferhyrning ( ca 20 x 30 cm ) og brjóta saman á lengdina. Láta samskeytin vera á hliðinni og lyfta varlega yfir á bökunarpappír.

Setja brauðið í ofninn og nokkra ísmola á neðstu plötuna. Lækka strax í 250°C. Lækka svo í 200°C eftir 15 mínútur og hleypa gufu út. Hleypa svo út gufu á 5 mínútna fresti. Taka út brauðið eftir 30-35 mínútur eða þegar hitastigið er 94°C í miðju brauðinu. Láta kólna á grind.

Categories
Brauð

Einföld baquette

Dagur 1, kvöld

3 gr ferskt ger ( pressuger ) eða 1/3 tsk þurrger.
300 gr ( 3 dl ) kallt vatn
390 gr ( 6 1/2 dl ) hveiti
9 gr ( 1 1/2 tsk ) salt

Setja vatn og ger í skál og leysa upp gerið. Setja svo hveiti og salt. Hræra saman með sleif í stutta stund. Deigið er frekar blautt og á ekki að hnoða. Setja lok yfir skál og láta hefast yfir nótt.

Dagur 2, morgun

Stilla ofninn á 275°C og setja plötu í miðjan ofninn eða bökunarstein og plötu neðst í ofninn. Hella deiginu varlega á hveitistráð borð og toga varlega í hornin og búa til ferhyrning ca 30 x 30 cm. Brjóta saman allar hliðar inn að miðju og mynda þannig böggul. Láta deigið hefast á borðinu 30-45 mínutur. Nú ætti deigið að vera mjúkt og loftkennt. Skipta deiginu með spaða eða álíka verkfæri  í þrjá renninga. Toga og snúa hvern renning og leggja á bökunarpappír. Renna pappírnum ( af plötu ) á miðjuplötuna í ofninum og smá skvettu af vatni eða nokkrum klökum á botnplötuna. Baka í 15-20 mínútur eða þar til fallegt á litinn.

Categories
Brauð

Hunangsbrauð

Dagur 1, kvöld

100 gr ( 1 dl ) Rúgsúrdeigsgrunnur
300 gr ( 3 dl ) Vatn
50 gr ( 1 dl ) Rúgmjöl
150 gr ( 2 1/2 dl ) Rúgsigtimjöl

Blanda saman súrdeigsgrunn, vatn og mjöl í stóra skál. Hylja með plastfilmu og láta standa á volgum stað fyrir nótt ( 22 -24 °C)

Dagur 2, morgun

Súrdeig frá gærdeginum
60 gr ( 2 msk ) Hunang
325 gr ( 3 1/4 dl ) Vatn
500 gr ( 8 1/2 dl ) Brauðhveiti
300 gr ( 5 dl ) Rúgsigtimjöl
20 gr ( 1 msk ) Salt

Blanda öllu saman nema salti og hræra með krók í 4 mínútur á meðalhraða. Bæta við salti og hræra í 2 mínútur. Hylja skálina og láta deigið hefast að tvöfaldri stærð ( 3 -5 tímar ).

Strá vel af hveiti á borð og hella deiginu á og skipta í 3 hluta. Teygja út bitana og brjóta svo hornin inn að miðju nokkrum sinnum. Leggja þá í hveiti sáldraða hefunarkörfur ( hægt að nota sigti með viskustykki ) með brotið niður. Breiða stykki yfir og láta hefa í 1 1/2 tíma. Stilla ofnin á 275 gráður. Setja plötu eða bakstein í miðjan ofninn og sterka plötu á neðstu hillu.

Hvolfa brauðunum á bökunarpappír og setja í ofninn. Setja nokkra ísmola  á neðstu plötuna og lækka hitann í 250°C. Eftir 15 mínútur lækka hitann í 200°C og hleypa út gufu með því að opna og loka ofninum. Þegar brauðin hafa bakast í 30-35°C eru þau tilbúinn ( inra hitastig 96°C ). Taka út brauðin og láta kólna á grind.

Categories
Brauð

Morgunverðarbollur

Deigið er gert að kvöldi og látið hefast í kæli yfir nótt og bakað í morgunsárið.

6 Stórar bollur

Dagur 1, snemma kvölds
50 gr ( 1/2 dl ) Hveitisúrdeigsgrunnur
250 gr ( 2 1/2 dl ) Vatn
3 gr Ger
350 gr ( 6 dl ) Brauðhveiti
7 gr ( 1 tsk ) Salt
10 gr ( 1 msk ) Hörfræ
20 gr ( 2 msk ) Sólblómafræ

Hræra allt saman nema salt í skál með sleif.  Láta standa í 30 mínútur.  Bæta við salti og hræra í nokkrar mínútur. Hylja með plasti eða loki og hefa í 1-1.5 klst. Hella á hveitborið borð skipta í 6 hluta. Hringsnúa hvern hluta í bollu og setja á plötu og setja í kæli.

Dagur 2, morgun
Taka út bollurnar úr kæli og stilla ofninn á 275 gráður með plötu í miðjunni og sterka plötu neðst. Leyfa ofninum að verða mjög heitan. Pensla eða spreyja vatni á bollurnar og strá yfir fræjum ( sólblóma og hör . Setja bollurnar í ofninn og nokkra ísmola á botnplötuna. Minnka hitann í 250 gráður og baka í 15-20 mínútur eða þar til fínum lit náð.