Categories
Brauð

Súrdeigsbrauð 2 x 8

Uppskrift að súrdeigsbrauði .
Uppruni http://paindemartin.se/2014/04/det-basta-pa-lange/#more-2092

Kalla þetta 2 x 8 af því að brauðið er látið gerjast tvisvar í ca 8 tíma. Fyrst súrdeigið og svo brauðdeigið.
Hér er uppskrift að súrdeigsgrunni http://wp.me/p5CvtM-1Z.
Uppskriftin gerir ráð að bakað sé í emaljeraðum potti. En ef ekki er til slíkur pottur er hægt að baka bara beint á steini eða ofn plötu, jafnvel eldföstu móti. En þá gæti þurft að lækka hitann fyrr heldur þegar pottur notaður.

Heildarvinna við brauðið er samanlagt aðeins 10 mínútur.
Sjá myndbandið hér : 

Súrdeigsbrauð 2 x 8
Prep Time
10 min
Cook Time
16 hr
Total Time
16 hr
Prep Time
10 min
Cook Time
16 hr
Total Time
16 hr
Súrdeg
  1. 25 g (ca 2 msk) rúgsúrdeigsgrunnur
  2. 100 g (1 dl) vatn
  3. 55 g (1 dl) rúgmjöl
Deig
  1. 155 g rúgsúrdeg (allt nema smá biti sem maður geymir)
  2. 500 g (5 dl) vatn
  3. 750 g brauðhveiti (eða blanda af ólíkum mjöl tegundum)
  4. 15–20 g (ca 1 msk) salt
Add ingredients to shopping list
If you don’t have Buy Me a Pie! app installed you’ll see the list with ingredients right after downloading it
Súrdeig
  1. Blanda súrdeigið, loka skál og láta standa í stofuhita þar til deigið er farið að bubbla, 6-10 tíma.
  2. Taka frá 2 msk af súrdeiginu og geyma í kæli í lokuðu íláti fyrir næsta brauð.
Deig
  1. Blanda öllu saman í skál sem tekur minnst 4 ltr. Setja lok eða plastfilmu og láta standa í 6-8 tíma.
  2. Hella deiginu á hveitistráðan klút. Brjóta hliðarnar inn að miðju og rúlla saman þannig að samskeytin snúi niður. Skiptir ekki öllu máli hvernig þetta er gert eða hvernig það lítur út. Brjóta klútinn yfir deigið frá öllum hliðum. Láta lyfta sér í 0.5 - 1 klst í stofuhita.
  3. Stilla ofnin á 250 C ° a.m.k 30 mínútum fyrir bökun.
  4. Velta deiginu úr dúknum yfir í pott. Athuga ef ekki var stráð nægu hveiti á dúkinn mun brauðið klístrast fast og þá bara nota deigsköfu til að skafa það úr dúknum. Setja lokið á og pottinn síðan inn í ofn á grind neðarlega í ofninn. Stilla klukkuna á 30 mínútur.
  5. Lækka hitann i 200 ° C,  taka lokið af pottinum og baka í aðrar 30 mínútur. ( Lika hægt að mæla kjarnhitann med kjötmæli og taka út þegar braudhitinn er 94-98  °C)
  6. Taka pottinn út og hvolfa brauðinu úr og láta kólna.
Print
Alvöru Matur https://huxa.net/uppskriftir/
Categories
Kökur

Scones

Hráefni:

  • 7 1/2 dl hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 dl hrásykur
  • 125 gr kallt smjör
  • 1 egg
  • 2 dl mjólk
  • 100 gr dökkt súkkulaði ( 70% )
  • Egg og hrásykur til pensla og strá yfir

Vinnsla:

  1. Setja ofninn á 250°C
  2. Hræra saman þurrefnum í skál
  3. Skera smjör í teninga og mylja vel saman við þurrefnin
  4. Saxa súkkulaði gróft og blanda við þurrefnin.
  5. Hræra saman egg og mjólk
  6. Blanda saman þurrefnum og vökva og hræra í deig
  7. Fletja út í ca 3 cm þykka köku, skera svo í geira. T.d 12 stykki.
  8. 7. Setja á bökunarpappír og pennsla með eggi og strá yfir með hrásykri
  9. Baka þar til gullinbrúnir ca 10 mínútur.
Categories
Brauð

Lítill Súrdeigsgrunnur

Áhrifaríkast er að nota lífrænt ræktað rúgmjöl, þá aukast líkurnar á að súrdeig komist í gang þar sem minni likur á ad það sé buid ad drepa nátturulega gerla mjölinu.

Dagur 1, Kvöld
1 msk Rúgmjöl
2 msk Vatn

Hræra saman mjöli og vatni í krukku, leggja lokið á , ekki skrúfa fast og setja á volgan stað, til dæmis fyrir ofan ískáp. Ef smellu krukka er fint ad taka gúmmí hringinn af og krækja lauslega. Krukkan á nú að standa í 2 sólarhringa fyrir næsta skref, en ágætt að hrista krukkuna aðeins morgna og kvölds.

Dagur 3, Kvöld
1 msk Rúgmjöl

Hræra mjölinu saman við og láta standa yfir nóttina.

Dagur 4, Morgun
2 msk Rúgmjöl
2 msk Vatn

Hræra mjöli og vatni saman við og láta standa yfir daginn.

Dagur 4, Kvöld
Þegar súrdeigið hefur lyft sér, orðið loftfyllt og lítilllega súr lyktandi þá er deigið tilbúið.

Mötun
Súrdeigið geymist léttilega í eina viku í ískáp. Ef maður hefur ekki notað mikið af deiginu þá er hægt að hella megninu og skilja eftir smá í botninum áður en maður matar á ný, annars þarf mun meiri mat.
Mata með 2 msk vatni og 2 msk rúgmjöli. Ef maður bakar mikið þá er bara að blanda meira í sömu hlutföllum.
Eftir mötun er ágætt að koma deiginu í gang áður en sett aftur í kæli. Standa i stofuhita i nokkra tima.

Það er reyndar frekar erfitt að eyðileggja súrdeigsgrunn og hann lifir talsvert lengur en viku. Ef það hefur staðið mjög lengi er hægt að halda eftir einni teskeið og hella restinni og mata svo stubbinn upp á nýtt
Einnig hægt að frysta eða þurrka súrdeigið en þá tekur nokkra daga að koma því af stað á ný.

 

Categories
Brauð

Pizza

Pizza
Pizza

Hráefni:

2,5 dl vatn ( ylvolgt )
25 gr ger ( pressuger ) eða 2,5 tsk þurrger
7   dl hveiti ( brauðhveiti með meira prótíni )
1  tsk salt

Starter:
Leysa gerið upp í um 25 ml af vatninu ásamt 4 msk hveitinu, láta gerjast í ca 30 mínútur.

Deig:
Hella restinni af vatninu út í ásamt hveiti og salti, hnoða þangað til orðið silkimjúkt ( ca 10 mínútur ).
Líka fínt nota krók í hrærivél til að sjá um hnoðunina, ca 5-6 mínútur.
Skipta deiginu í 3 – 4 hluta og mynda kúlur með því að snúa í hringi á hveitibornu borði með báðum höndum.
Eða gera þetta að hætti Napoli búa: https://www.youtube.com/watch?v=ZxFf70__8ls

Setja kúlurnar í bakka eða disk og rakan klút yfir og láta hefast í a.m.k 45 mínutur.

Stilla ofnin á hæsta hita, og helst að setja bökunarstein eins ofarlega og hægt er, þó þannig að hægt sé að koma pízzunum inn á steininn.

Fletja svo út pízzubotna og setja á bökunarpappír.
Setja sósu, ost og álegg.
Renna svo bökunarpappírnum inn á steininn ( eða heita ofnplötu ), þá er gott að hafa einhvert áhald eins og pízzuspaða eða skurðarbretti.
Baka á hæsta hita í 6-7 mínútur eða þar til tilbúinn og áður en eitthvað fer að brenna.

 

Categories
Kökur

Ostakaka “17 Júní”

Botn:

150 gr Hafrakex
150 gr Makkarónukökur
150 gr Smjör

Kex og makkarónukökur muldar, fínt að setja í poka og berja með kökukefli eða einfaldlega lemja pokanum í borðið. Hella mulningnum í mót t.d. eldfast mót.
Bræða smjörið og hella yfir. Þjappa botnin með skeið eða öðru verkfæri.
Stinga í kæli á meðan fyllingin er gerð:

Fylling:
300 gr Rjómaostur
150 gr Flórsykur
500 ml Rjómi

Þeyta rjómann, blanda svo flórsykri og rjómaosti saman við.
Smyrja fyllingunni svo yfir botninn.
Stinga í kæli eða frysti á meðan kremið er gert, þá er auðveldara að smyrja kreminu á.

Krem:
225 gr dökk súkkúlaði ( best 70% )
200 ml Sýrður rjómi ( hægt að nota gríska jógúrt, kannski skyr líka )

Bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgju og blanda saman við sýrða rjómann.
Smyrja á fyllinguna.

Toppa svo með frosnum berjum, til dæmis jarðaberjum og hindberjum.
Geyma í kæli. Oft best daginn eftir.

Njótið í botn.

Categories
Smákökur

Piparkökur Ömmu Gunnu

Piparkökur
Piparkökur

Piparkökur

500 gr hveiti
11 tsk lyftiduft
1 tsk. engifer
2 tsk kanill
2 tsk negull
1 tsk pipar Öllu blandað saman
Síðan eru
250 gr smjör ( stofuheitt )
500 gr púðursykur
3 egg
hræra saman smjöri, eggjum og púðursykri.
blanda saman þurrefnunum og hræra saman við.
Búnar til litlar kúlur pressað ofaná með gafli. Ein teskeið eða 10gr er ágætis stærð.
Bakað við 175 hita þar til þær eru fallega brúnar ( 11-12 mínútur )

Categories
Aðalréttur

Boeuf Bourguignon

Hér er uppskrift að ríflegum skammti af þessari frábæru kássu.

  • 2 kg nautakjöt
  • 2 msk tomatpure
  • 2 msk hveiti ( hægt að sleppa)
  • 1/2 dl balsam edik
  • 4 msk kálfakraftur + 6 dl vatn
  • 1 flaska rödvin, gjarnan Bourgogne
  • 2 beikon bréf
  • 200 g sveppir
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1 dós súrsuðum lauk, c 375 g
  • 1 net af smálauk
  • 4 gulrætur
  • 1 stórt knippi feskur timian
  • smjör fyrir steikingu
  • salt
  • peppar

Skera beikon í ræmur og steikja. Skera sveppi í geira, grófhakka hvítlauk og steikja með í dálitla stund. Bæta við gulrótarbitum, afhýddum lauk og súrsuðum lauk. Setja til hliðar.

Skera kjötið í teninga og brúna í skömmtum. Krydda með salti og pipar. Bæta við tómatpúrre og steikja í nokkrar mínútur. Strá mjölinu yfir og blanda almennilega.

Hella balsam ediki yfir og láta sjóða í nokkrar mínútur. Bæta við kálfakrafti, vatni og rauðvíni. Lækka hitann og sjóða litla stund.

Bæta við beikoni blöndunni og hræra varlega. Toppa með ferskum timian.

Setja steikarpottinn í miðjan ofnin og elda í u.þ.b 2 tíma á 175°C.

Ábending: Þegar afhýða á smálaukana er gott að setja þá í sjóðandi vatn í um 30 sekúndur og skola með köldu vatni, þá verður auðveldara að afhýða þá.

 

Categories
Meðlæti

Ostaflatkökur

Þessar passa vel með súpu eða öðrum mat og jafnvel í staðinn fyrir bakkelsi eins og vínarbrauð.

2 skammtar:

2 egg
2 msk majones /  feitur sýrður rjóma
2 dl rifinn ostur

  1. Ofninn settur á 250°C
  2. Hræra allt saman
  3. Moka 8 matskeiðum á bökunarpappír á bökunarplötu ekki of nálægt hverri annarri og sett i ofninn. Bakað í ca 7 mínútur eða þar til gullin brún.
Categories
Eftirréttur LCHF

Vöfflur

Fínar LCH vöfflur góðar með rjóma. Hægt að helminga mjólkina og setja vatn í staðinn til að fá stökkari vöfflur.

U.þ.b 8-10 st.

1 dl mjólk ( best ógerilsneydd )
2 dl rjómi
2 msk fiberhusk
50 bráðið smjör
4 egg
1 tsk lyftiduft
1/5 tsk salt ( 1 ml )

smjör á vöflujárnið

Hræra saman öll hráefni í skál. Láta standa í  5 mínútur.
Pensla vel af smjöri á vöfflujárnið fyrir hverja vöfflu.

Categories
Eftirréttur LCHF

Súkkulaðimús

Fyrir 4:

100 g dökkt súkkulaði ( minnst 70 % )
2 eggjarauður
1/2 dl sterkt kaffi (má sleppa)
2 1/2 dl rjómi

Borið fram með:
þeyttum rjóma
berjum ( t.d. hindber og bláber)

Bræða súkkúlaði yfir vatnsbaði eða í örbylgju. Láta kólna lítillega. Hræra eggjarauður samanvið, eina í einu. Hræra vel þannig að úr verði slétt blanda. Bæta við kaffi ( eða vatni ef ekki kaffi ) og hæra vel. Þeyta rjómann en ekki alveg stífan. Hræra smá hluta af rjómanum saman við súkkúlaðihræruna og blanda vel. Bæta svo öllum rjómanum og blanda vel saman en ekki of harkalega. Hella í 4 glös eða form og kæla.

Hægt að bragðbæta með því sem maður vill, t.d. líkjör eða bragðbættu súkkúlaði.

Breyting/afbrigði: Setja allt eggið saman við og sleppa vatninu/kaffinu. Ekki frá því að músin verði aðeins seigari