Categories
Eftirréttur LCHF Morgunmatur

Möndlupönnukökur

Góðar LCHF pönnukökur sem eru aðeins þykkari en venjulegar pönnukökur og minna helst á amerískar pönnukökur. Fínt að bera fram með tyrkneskri jógúrt og berjum eða þeyttum rjóma og bræddu súkkulaði ( namm )

3 pönnukökur:

1 dl möndlumjöl
1 dl rjómi
2 egg
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk fiberhusk
smá salt

Hræra saman hráefnin, hægt að gera með töfrasprota.
Steikja á lágum til meðalháum hita með  nægu smjöri eða kókosolíu.
Pönnukökur án hveitis þurfa lengri tíma.

Categories
Meðlæti

Tómatsósa

Hér er uppskrift að bragðgóðri tómatsósu.
Uppruni: http://www.instructables.com/id/Ketchup-Catsup-Recipe/
  • 350 ml tómatpúrre ( hef notað tvær dósir  af maukuðum tómötum og sleppi þá vatninu)
  • 1/2 bolli edik
  • 4 msk hrásykur
  • 1 msk hvítlauksduft
  • 1 msk laukduft
  • 1/4 tsk season all/ allspice
  • 1 tsk salt
  • 1 teaspoon melassi
  • 1 teaspoon agave sýrop
  • 2 1/2 bolli vatn

Öllu skellt í pott og láta suðu koma upp, lækka undir og láta malla í ca 1,5 -2 tíma.
Hella í hreinar flöskur.

Categories
Aðalréttur

Tacohræra

800 g nautahakk
4 tsk tacokrydd ( sjá neðar )
1 dl vatn
2 tómatar, sneiddir
10-20 jalepeno ( má sleppa )
vorlaukur
200 g rjómaostur
3 dl sýrður rjómi
1 msk sambal oelek
1 msk tómatpúrre
rifinn ostur
paprikuduft

Stilla ofninn á 200°C.

Steikja hakk með tacokryddinu. Bæta við vatni og láta malla í nokkrar mínútur. Hella í eldfast mót. Blanda saman rjómaosti, sýrðum rjóma, tómatpúrre og samal oelek. Smyrja þessu yfir hakkið. Raða tómötum , lauk og jalapeno. Strá síðan osti og papríkudufti yfir. Elda í ofninum í ca 15 mínútur.

Bera fram með sýrðum rjóma og salati.

 

Taco Krydd:

4 tsk spiskummin
2 msk paprikuduft
4 tsk hvítlauksduft
4 tsk chilliduft
4 tsk salt
4 tsk laukduft
4 krm cayennepipar
4 tsk oregano

Blanda saman og geyma í loftþéttum umbúðum

 

Categories
Aðalréttur

LCHF Pizza

Þetta er mjög góð uppskrift að LCHF pizzu.

Uppruni: http://56kilo.alltforforaldrar.se/pizza-xtra-allt-lc-lchf/

100 gr rifinn parmesan ostur eða annar álíka póstur
4 egg
0,75 dl rjómi
1 msk fiberhusk
0,5 dl möndlumjöl
0,25 dl kókosmjöl
Örlítið Salt

Hræra saman egg, rjóma, fiberhusk, möndlumjöl og kókosmjöl og blanda svo ostinum saman við.
Láta standa í 5 mínútur þá þykknar deigið.
Smyrja deiginu á bökunarpappír.
Forbaka botninn í ofni við 175 °C í ca 15 mínutur eða þar til ljósbrúnn að lit.

Setja sósu, ost og álegg og baka þar til ostur er bráðinn.

Categories
Eftirréttur

Súkkulaðimús

6 skammtar:

200 g dökkt súkkulaði, minst 70 %, má vera meira en  80 %

1 eggjarauða

1 krm salt

0,5 dl bráðin kókosolía (bráðnar við 24 °C)

1-2 tsk rifin appelsínuhýði (má sleppa)

5 dl léttþeyttur rjómi

Svona gerir maður: Brytja súkkulaði í skál og bræða yfir vatnsbaði. Blanda eggjarauðu, salti og appelsínuhýði í skál. Hræra varlega kókosolíunni saman við. Bæta við brædda súkkulaðinu og hræra. Þeyta rjómann létt þannig að hann sé þykkfljótandi, ekki of stífur. Hella rjómanum yfir súkkulaðiblönduna og hræra mjög varlega. Setja í litlar skálar eða eina stóra skál. Setja í kæli minnst 1 klst fyrir neyslu.

Taka úr kæli 15 mínútum fyrir neyslu og skreyta með bromberum og klípu af þeyttum rjóma.

Categories
Meðlæti

Blómkálsrisotto

150 gr halloumi

1 gulrót rifin

5 dl rifið blómkál

1 dl rjómi

salt og pipar

1 söxuð paprika

1 saxaður laukur

skera halloumiostinn í bita og steikja í smá smjöri. Bæta út í rifinni gulrót og blómkáli og steikja í smá stund. Hella rjómanum út í og láta malla á lágum hita í nokkrar mínútur. Bæta svo lauk og papriku út og sjóða í smá tíma í viðbót.

Categories
Morgunmatur

Pönnukaka með fræjum

2-3 egg háð stærð

2 msk kotasæla

1 msk sólblómafræ

1 msk sesamfræ

2 msk kókosmjöl

bragðefni t.d. kanel, vanilla eða kardemomma

Þeyta saman þar til jafnt eggjadeig.

Hita kókosolíu eða smjör helst á lítilli pönnu og hella deiginu út í. Elda við meðal hita nokkrar mínútur á hvorri hlið.

Berist fram t.d. með grískri jógurt blandaðri við þeyttan rjóma og dreifa berjum ofan á ferskum eða frystum. EF til er sukrin má sáldra smá svoleiðis yfir til að fá sætu. Einnig hægt að blanda smá hunangi út í jógúrtina/rjómann.

Uppáhaldsmorgunverður hjá mer

Categories
Meðlæti

Brokkolímús

Gufussjóða 500 gr af fersku brokkolí ( 250 gr dugar fyrir 2), passa bara að skera stilkinn smátt svo hann sé jafnfljótur að soðna og restin

Blanda saman brokkolí og  smá af vökva sem er eftir í potti eftir suðuna.

1 dl rjómi

salt og pipar

Keyra í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til þú hefur fengið þá áferð sem þú ert sátt/sáttur við.

Má bragðbæta t.d. með parmesan osti eða einhverskonar rjómaosti

Passa sig að bera fram vel heitt.

Categories
Meðlæti

Blómkálshrísgrjón

1 blómkálshaus rifinn á grófu rifjárni

Hita smjör eða olíu á pönnu og steikja blómkálið þangað til glansandi og aðeins mjúkt, kannski 5 minútur á meðalhita.

Bragðbæta með salti og pipar.

Líka hægt að setja út í chili, lime og kóríander  eða basil og tómata etc..

 

Categories
Morgunmatur

Eggjahræra

3 egg
2 msk rjómi
1 msk smjör
salt
pipar

Kveikja undir pönnu , skella smjörinu á pönnuna. Hræra saman egg, rjóma og salta og pipra.
Hella á pönnu og hræra stöðugt þar til hæran er orðin hæfilega steikt.
Skella á disk og borða.

Gott að sneiða ost og setja ofan á heita hræruna.
Einnig gott að setja klípu af smjöri,
Skinkusneið eða lifrarkæfu ( nammi )